Hoppa yfir valmynd
23. maí 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tólf hugbúnaðarfyrirtæki í nýjum rammasamningi Stafræns Íslands

Stafrænt Ísland hefur samið við tólf hugbúnaðarfyrirtæki um áframhaldandi þróun stafrænna innviða og Ísland.is eftir þverfaglegt rammasamningsútboð. Þetta er í þriðja sinn sem þessi vinna er boðin út og var mikill áhugi og þátttaka í útboðinu.

Rammasamningur Stafræns Íslands virkar þannig að aðilar á einkamarkaði bjóða fram krafta sína og sérfræðiþekkingu til þátttöku í þróunarverkefnum og stafvæðingu hins opinbera í samstarfi við Stafrænt Ísland. Hægt var að bjóða fram alhliðateymi, sem 23 aðilar gerðu, og vefteymi, en 14 fyrirtæki buðu slík teymi fram. Aðferðafræði útboðsins, að bjóða fram þekkingu en ekki í tiltekið verk, er árangursrík leið í opinberum innkaupum sem notuð hefur verið undanfarin ár og hafa opinberir innkaupaaðilar erlendis frá sýnt ferlinu mikinn áhuga.

Um er að ræða mikilvæga fjárfestingu í stafrænum innviðum hins opinbera og þróun Ísland.is. Ferlið er sem fyrr segir framkvæmt með þessu móti í þriðja skiptið og því komin mikilvæg reynsla.

Útboð og útboðskröfur voru auglýstar þann 6.mars 2025. Í kjölfarið var haldinn kynningarfundur með áhugasömum bjóðendum. Allar fyrirspurnir fóru í gegnum útboðsteymi Fjársýslunnar og tryggt að bæði spurningar og svör skiluðu sér jafnt til allra. Þann 8. apríl var frestur til að skila inn tilboðum og voru útboðsgögn opnuð. Allir bjóðendur uppfylltu grunnhæfniskröfur kröfurnar og fengu boð um þátttöku, eða 22 alhliðateymi og 14 vefteymi. Átta manna hæfnisnefndir hlýddu á kynningar teymanna og voru ákveðnir skilgreindir hæfnisþættir metnir og meðaltal þeirra lagt til grundvallar heildarmati. Skipting á heildarmati var eftirfarandi:

  • Verð - 25%
  • Hæfni teyma - 25% 
  • Kynning - 35%
  • Gagnaskil - 15%

Gert er ráð fyrir að rammasamningur við fyrirtækin tólf taki gildi í júní.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta