Ráðherrar ræða íþróttamál á Smáþjóðaleikunum
Smáþjóðaleikanna voru settir í gærkvöld við hátíðlega athöfn á Estadi Nacional vellinum í Andorra de la Vella, höfuðborg Andorra. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, er staddur á leikunum til að fylgjast með íslensku keppendunum og ræða uppbyggingu íþróttastarfs við kollega sína í smáþjóðum Evrópu.
Smáþjóðaleikar eru nú haldnir í tuttugasta sinn, að þessu sinni í Andorra, einu af minnstu ríkjum Evrópu sem staðsett er í fjalllendi milli Spánar og Frakklands. Á leikunum keppa íþróttamenn frá níu smáþjóðum í Evrópu sem eiga það sameiginlegt að vera sjálfstæð ríki með undir eina milljón íbúa.
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, ásamt Willum Þór Þórssyni nýjum forseta ÍSÍ og Hafdísi Sigurðardóttur sem náði 3. sæti í tímatőku í hjólreiðum
Samhliða leikunum fóru fram ráðherrafundir. Guðmundur Ingi sótti fundina fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þar var annars vegar lögð áhersla á að ræða seiglu smáþjóða Evrópu í síbreytilegum heimi og þær áskoranir sem þær mæta. Einnig var rætt um hvernig hægt sé að byggja upp öruggt umhverfi íþrótta, aðgengilegt sem flestum, sem byggir á góðum gildum.
Í ávörpum sínum lagði Guðmundur Ingi áherslu á að þær áskoranir sem mæta íþróttastarfi séu þær sömu og samfélagið í heild glími við. Hann dró jafnframt fram mikilvægi þess að standa vörð um skipulagt íþróttastarf og þau gildi sem íþróttirnar standa fyrir:
„Íþróttir eru gríðarlega mikilvægur þáttur til þess einmitt að auka samstöðu, samstarf og samtakamátt í átt til þess samfélags sem við viljum byggja og lifa í. Því gleðst ég að vera kominn hingað til þess að fylgjast með þjóðum okkar etja kappi í heilbrigðri keppni meðal vinaþjóða.“
Íslenska landsliðið í hjólreiðum keppti í morgun í tímatőku