Ríkissjóður kaupir eigin skuldabréf að nafnvirði 204 milljónir evra
Ríkissjóður hefur keypt til baka eigin skuldabréf að nafnvirði 203,7 milljónir evra (ISIN: XS2182399274) á verðinu 98,81%. Það samsvarar um 29 milljörðum króna.
Þann 19. maí bauðst ríkissjóður til að kaupa alla útistandandi fjárhæð eigin skuldabréfa sem gefin voru út árið 2020 og eru á gjalddaga 3. júní 2026. Tilboðið stóð til kl. 17.00 þann 23. maí. Heildarnafnverð útgáfunnar nam 500 milljónum evra.
Uppkaupin eru liður í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs. Endurkaupin verða greidd með hluta andvirðis evruskuldabréfs sem ríkissjóður gaf út á dögunum.