Vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Skýrslunni verður skilað á fyrri hluta næsta árs og er ætlað að skapa umræðuvettvang um gjaldmiðlamál Íslands.
Hópurinn verður leiddur af Catherine L. Mann, fyrrverandi aðalhagfræðingi OECD, sem situr í peningastefnunefnd seðlabanka Englands.
Aðrir í starfshópnum eru Hilde Christiane Bjørnland, prófessor við Norska viðskiptaháskólann, Steinar Holden, prófessor við háskólann í Osló og Stijn Claessens fyrrum aðstoðarframkvæmdarstjóri hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans (BIS) sem er nú með stöðu við Yale-háskóla.