Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Öllum læknanemum tryggð að lágmarki 3,5% launahækkun

Í ljósi fréttaflutnings af launum læknanema tekur fjármála- og efnahagsráðuneytið fram að öllum læknanemum er tryggð að lágmarki 3,5% launahækkun á milli ára í samræmi við aðra hópa hjá ríkinu.

Laun læknanema taka mið af ákveðnum launaflokki í launatöflu Læknafélags Íslands (LÍ). Í kjarasamningi ríkisins við LÍ sem undirritaður var þann 28. nóvember 2024 voru gerðar viðamiklar breytingar á starfsumhverfi lækna og ýmsir launamyndandi þættir sem áður voru greiddir sem einhvers konar álag eða viðbótargreiðslur færðir inn í grunnlaun. Þar af leiðandi hækkaði launatafla lækna umfram almennar launahækkanir. Þar sem læknanemar áttu ekki rétt á þessum viðbótargreiðslum þurfti að breyta viðmiðinu til að tryggja að launahækkanir þeirra væru í samræmi við aðra hópa.

Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta