Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2025 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til reksturs bóklegs hluta samtvinnaðs náms til atvinnuflugmannsréttinda 2025

Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum frá flugskólum á Íslandi um styrki til þess að halda úti bóklegum hluta atvinnuflugmannsréttindanáms. Heildarúthlutun nemur allt að 30 milljónum króna.

Flugskólar sem fá úthlutun skulu hafa viðurkenningu til bæði bóklegrar og verklegrar kennslu til atvinnuflugmannsréttinda samkvæmt reglugerð um áhöfn í almenningsflugi, er byggir á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011, um tæknilega kröfur til áhafnar í almenningsflugi. Umsækjandi skal hafa rekið flugskóla sem býður upp á kennslu í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi, bæði bóklega og verklega, til fullgildra atvinnuflugmannsréttinda (ATPL integrated) á yfirstandandi skólaári, 2024-2025. Umsækjandi skal hafa haft gilt leyfi til slíkrar kennslu á yfirstandandi skólaári 2024-2025.

Með umsóknum skulu fylgja afrit af starfsleyfi flugskóla (ATO leyfi) frá Samgöngustofu og afrit af leyfi Samgöngustofu til að halda úti kennslu samtvinnaðs atvinnuflugmannsnáms til fullgildra atvinnuflugmannsréttinda (ATPL integrated kennsluleyfi).

Með umsóknum skulu einnig fylgja upplýsingar um fjölda útskriftarnema úr samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi til fullgildra ATPL flugmannsréttinda á yfirstandandi skólaári, 2024-2025, fjárhagsstöðu skólans og endurskoðaður ársreikningur fyrir árið 2024.

Umsóknum og tilskyldum gögnum skal skilað til ráðuneytisins á netfangið [email protected] eigi síðar en 24.7.2025. Nánari upplýsingar veitir Fanney Hrafnsdóttir, fanney.hrafnsdottir hjá mrn.is.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta