Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2025 Innviðaráðuneytið

Sigurborg Kristín Stefánsdóttir skipuð skrifstofustjóri stefnumótunar og fjárlaga

Sigurborg K. Stefánsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu stefnumótunar og fjárlaga. - mynd

Innviðaráðherra hefur skipað Sigurborgu Kristínu Stefánsdóttur í embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga í innviðaráðuneytinu að undangengnu mati hæfnisnefndar.

Sigurborg hefur víðtæka stjórnunarreynslu bæði hjá hinu opinbera og á einkamarkaði. Hún hefur verið settur skrifstofustjóri hjá innviðaráðuneytinu síðan í október sl. og staðgengill skrifstofustjóra frá mars 2024. Hún var fjármálastjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á árunum 2017-2023. Áður var Sigurborg rekstrarstjóri í innanríkisráðuneytinu 2011-2017 og rekstrar- og mannauðsfulltrúi í samgönguráðuneytinu 2009-2010. Hún starfaði fyrir Íslandssíma GSM sem síðar varð Vodafone á árunum 2001-2008 og var grunnskólakennari í Vogaskóla 1997-2000.

Sigurborg hefur lokið MBA-námi frá Háskóla Íslands árið 2008 og B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1997.

Fimmtán umsóknir bárust um embættið sem auglýst var um miðjan apríl sl. en tveir umsækjendur drógu umsóknir sína til baka. Þriggja manna hæfnisnefnd, skipuð af innviðaráðherra, mat hæfni, menntun og reynslu umsækjenda. Eftir viðtöl ráðherra við umsækjendur og að teknu tilliti til álits hæfnisnefndar var það ákvörðun ráðherra að veita Sigurborgu embættið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta