Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2025 Atvinnuvegaráðuneytið

Aflaheimildir til strandveiða auknar um rúm 1.000 tonn

Aflaheimildir til strandveiða auknar um rúm 1.000 tonn - myndistock/Bogdan lazar
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn.

Svigrúm til aukinna aflaheimilda skapaðist í gegnum viðskipti Fiskistofu á skiptimarkaði á íslenskri sumargotssíld. Boðin voru 5.478 tonn sem 1.032 tonn af þorski fengust fyrir og hafði ekki verið ráðstafað á yfirstandandi fiskveiðiári.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024, kemur fram að ríkistjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða. Í samræmi við það og til viðbótar við ofangreint lagði atvinnuvegaráðherra fram frumvarp fyrir Alþingi í maí sl. um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið gerir ráð fyrir að á fiskveiðiárinu 2024/2025 verði ráðherra heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða til viðbótar við aflamagn á fiskveiðiárinu 2024/2025.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta