Föstudagspóstur 4. júlí 2025
Heil og sæl.
Fjármögnun þróunar, skuldamál þróunarríkja og þróunarsamvinna voru í brennidepli á fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um fjármögnun þróunar (Financing for Development 4, FfD4) sem fram fór í Sevilla á Spáni í vikunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fundinn fyrir hönd Íslands og flutti ávarp á aðalfundi ráðstefnunnar auk þess að taka þátt í hringborðsumræðum um þróunarsamvinnu.
Þá fundaði hún einnig með Dr. Michael Biswick Usi, varaforseta Malaví, í kringum ráðstefnuna. Langt og farsælt samstarf Íslands og Malaví í þróunarsamvinnu var á meðal umræðuefna á fundi þeirra.
Þorgerður Katrín var ein af fjölmörgum utanríkisráðherrum sem sameinuðust um réttindi hinsegin fólks í myndbandi sem tekið var upp og birt þegar 56 ár voru liðin frá Stonewall-uppreisninni sem markaði upphaf réttindabaráttu hinsegin fólks. „Við stöndum með ykkur. Við stöndum með ástinni, mannréttindunum og fjölbreytileikanum,“ skrifaði Þorgerður Katrín í færslu á Facebook.
Þá birti Þorgerður Katrín færslu á X þar sem hún kallaði eftir því að ungversk stjórnvöld endurskoðuðu afstöðu sína um bann framkvæmd Pride-göngu hinsegin fólks sem farin var í Búdapest um síðustu helgi. Þar ítrekaði hún skuldbindingar og markmið Íslands um mannréttindi fyrir öll.
Um svipað leyti fór fram hinsegin gleði í París en um síðustu helgi stóðu fastanefndir 14 ríkja, þar á meðal Ísland, fyrir hinsegin viðburðinum Pride in Motion: From Stories to Action í höfuðstöðvum UNESCO í París. Sýndar voru fimm stuttmyndir, þar á meðal íslenska myndin Hann eftir Rúnar Þór Sigurbjörnsson, sem hlaut góðar undirtektir. Auðbjörg Halldórsdóttir, fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO, var á meðal fulltrúa ríkja sem fluttu sameiginlegt myndbandsávarp á viðburðinum, og starfsfólk sendiráðsins lét sig ekki vanta í hina árlegu hinsegin gleðigöngu daginn eftir.I have said it before: People should be free to love and be loved for who they are. Banning the Budapest Pride March this weekend is a travesty and I call on Hungarian Authorities to reconsider their decision. As a member of @UN_HRC Iceland is committed to human rights for all.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) June 28, 2025
To celebrate Pride month, 14 Permanent Delegations to UNESCO came together & organized the event Pride in Motion: From Stories to Action, facilitating a dialogue on the importance of LGBTQI+ rights within UNESCO’s mandate 🙌 🏳️🌈🏳️⚧️
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) July 4, 2025
🇦🇹🇧🇪🇧🇷🇨🇦🇨🇱🇮🇸🇮🇪
🇱🇹🇱🇺🇲🇽🇳🇱🇳🇴🇪🇸🇺🇾
📹: JM Ranaivoson pic.twitter.com/ndeHxwXvPX
Þá fordæmdi ráðherra fyrir Íslands hönd pólitískar handtökur og dóma yfir fulltrúum stjórnarandstöðunnar í Georgíu.Proud to be signatories of this important statement in support of Pride in London reaffirming our commitment to promoting human rights and diverse, inclusive societies. https://t.co/MsePVOAkJz
— Iceland in UK 🇮🇸 (@IcelandinUK) July 4, 2025
Iceland condemns Georgia’s wave of politically motivated detentions and sentencing of opposition leaders. The leaders of the Georgian Dream have ironically created a nightmare scenario for all the Georgians dreaming of a European democratic future.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) June 28, 2025
EFTA-ríkin, þ.e. Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss, hafa náð samkomulagi við Mercosur-ríkin, sem samanstanda af Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrugvæ, um fríverslunarsamning. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Buenos Aires í Argentínu í vikunni. Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, var viðstaddur athöfnina fyrir Íslands hönd. Samningurinn, sem til stendur að fullgilda síðar á þessu ári, kemur til með að bæta aðgengi íslenskra fyrirtækja að stóru markaðssvæði með yfir 260 milljónir íbúa, styrkja viðskiptatengsl Íslands og Suður-Ameríku og skapa ný tækifæri, sérstaklega hvað varðar markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir.
Nýju skólamáltíðarverkefni á vegum Íslands og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) var nýverið hleypt af stokkunum í Malaví. Verkefnið tryggir um tíu þúsund grunnskólabörnum í Nkhotakota-héraði heita máltíð daglega næstu þrjú árin, úr hráefni sem ræktað er af bændum í nærumhverfi skólanna. Þess má geta að Ísland var fyrst framlagsríkja til að styðja við heimaræktaðar skólamáltíðir fyrir grunnskólanemendur í Malaví.
Sendiráðið í Peking stóð í vikunni fyrir sýningu á heimildarmyndinni When Iceland Stood Still í húsakynnum þess. Fjölmennt var á kvikmyndasýningunni og sat Hrafnhildur Gunnarsdóttir, leikstjóri og framleiðandi kvikmyndarinnar, fyrir svörum eftir sýninguna. Þá var hún í viðtölum hjá útvarpi, blöðum og sjónvarpi auk þess sem áhrifavaldar mættu á viðburðinn og vöktu athygli á honum á kínverskum samfélagsmiðlum. Þetta er þriðji jafnréttisviðburðurinn sem sendiráðið í Peking stendur fyrir í tilefni af 30 ára afmæli þess, en það var formlega opnað 1995, eða sama ár og kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna fór fram í Peking.
Auðunn Atlason, sendiherra í Berlín, fékk heimsókn í vikunni frá fulltrúum Vinnslustöðvar Vestmannaeyja í Bremerhaven sem flytur íslenskan fisk til Þýskalands. Þar var neyslumynstur Þjóðverja á fisk til umræðu og sjálfbærni í greininni sömuleiðis.
Starfsfólk fastanefndarinnar í Genf stendur vaktina, en hún gegnir einnig hlutverki sendiráðs í Sviss þar sem Evrópumeistaramót kvenna í knattspyrnu fer fram og Ísland leikur leiki sína. Farið var yfir helstu atriði fyrir leikinn gegn Finnlandi á miðvikudag.
Stelpurnar okkar hafa hlotið stuðning frá ýmsum öðrum sendiráðum líkt og sjá má hér.
Pétur Ásgeirsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, sótti í gær morgunverðarfund í boði sendiherra Slóveníu, Mihael Zupančič, þar sem heiðursgestur var Jeppe Tranholm-Mikkelsen, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Danmerkur. Á fundinum gerði ráðuneytisstjórinn grein fyrir víðtækum verkefnum sem eru framundan hjá dönsku utanríkisþjónustunni í ár og svaraði fjölbreyttum spurningum viðstaddra. Á myndinni eru fyrrverandi sendiherrar Svíþjóðar, Lettlands, Íslands, Ítalíu, Slóveníu, heiðursgesturinn, þá fulltrúi Norður Makedóníu, og sendiherrar Kanada, Frakklands og Rúmeníu.
Ósk Sturludóttir, sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og starfsfólk sendiráðsins í Lilongwe hittu í vikunni fulltrúa Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), heilbrigðisráðuneytis Malaví og Fistula Foundation sem beitir sér fyrir meðferð og útrýmingu á fæðingarfistli. Ísland styður við verkefni, í samvinnu við UNFPA, sem miða að því að binda enda á fæðingarfistil.
Hlynur Guðjónsson, sendiherra í Ottawa, var viðstaddur móttöku í tilefni Kanadadags þar sem hann hitti m.a. Anitu Anand, utanríkisráðherra Kanada.
Sendiráðið í Varsjá vakti athygli á þeim liðsauka sem því barst nýverið. Sigurgeir Ómar Sigmundsson hefur tekið við stöðu sendiráðsfulltrúa við sendiráðið og mun þar gegna hlutverki tengiliðs við Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Sigurgeir er með víðtæka reynslu innan íslensku lögreglunnar og þá einkum á sviði landamæragæslu og þekkir vel til starfa Frontex en einnig stofnana á borð við Europol og Interpol.
Friðrik Jónsson, sendiherra í Varsjá, og Sigurgeir Ómar funduðu með úkraínskum embættismönnum um stöðu landamæragæslu og hugsanleg tækifæri til samstarfs á því sviði.
Ísland, ásamt Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, gerði mannréttindi og loftslagsvandann að umfjöllunarefni í yfirstandandi lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf. Mikilvægt sé að tryggja mannréttindi þeirra sem verða hvað verst úti vegna loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar.
Aðalfundur og framkvæmdastjórnarfundur alþjóðahaffræðinefndarinnar (IOC) fóru fram í höfuðstöðvum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í París dagana 25. júní til 3. júlí. Ísland lagði þar m.a. áherslu á aukið sjálfræði nefndarinnar, vísindalega umhverfisvernd og sjálfbæra nýtingu á auðlindum sjávar. Fulltrúi Íslands í störfum nefndarinnar er Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri á umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar.Today at #HRC59 Iceland on behalf of the NB8 🇩🇰🇪🇪🇫🇮🇮🇸🇱🇻🇱🇹🇳🇴🇸🇪 stressed that a human rights-based approach to climate action enables public participation and accountability, addressing the needs of those most affected by climate change.
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) June 30, 2025
Full statement: https://t.co/JSVdoK6L2D pic.twitter.com/B2bfRMBGgY
Iceland 🇮🇸 took an active part in the 33rd Assembly & Executive Council of the IOC, which took place from 25 June-3 July🌊
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) July 4, 2025
Iceland emphasized the importance of:
- The functional autonomy of the IOC
- Science-based environmental protection
- Sustainable use of marine resources pic.twitter.com/ZwUNP9u8Ju
Einleikurinn Djúpið eftir Jón Atla Jónasson og í uppfærslu Ragnheiðar Ásgeirsdóttur er á dagskrá leiklistarhátíðar í Avignon í Suður-Frakklandi dagana 5. til 26.júlí. Sendiráð Íslands í París styrkir uppfærsluna.
Fleira var það ekki þessa vikuna — góða helgi!
Kveðja,
Upplýsingadeild.