Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2025 Dómsmálaráðuneytið

Þrjár umsóknir um embætti dómara við Landsrétt

Þrjár umsóknir bárust um embætti dómara við Landsrétt - myndHari

Hinn 13. júní 2025 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laust til umsóknar embætti dómara við Landsrétt. Skipað verður í embættið frá 1. september 2025. Umsóknarfrestur rann út þann 30. júní síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtalin:

  • Eiríkur Elís Þorláksson dósent,
  • Eyvindur G. Gunnarsson prófessor og settur dómari við Landsrétt, 
  • Þorbjörg I. Jónsdóttir lögmaður.

Umsóknir verða afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar á næstu dögum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta