Uppfærðar leiðbeiningar um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið hefur uppfært tekjuviðmið í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda. Fjárhæðirnar hækka um 5,03% frá síðustu útgáfu sem birt var í ágúst 2024.
Annars vegar er um árlega uppfærslu að ræða og hins vegar uppfærslu sem gerð er í tengslum við innleiðingu á nýju örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi 1. september.
Nýju tekjumörkin eru eftirfarandi:
Fjöldi |
Neðri |
Efri |
Neðri |
Efri |
1 |
5.479.810 |
6.849.764 |
456.652 |
570.814 |
2 |
7.288.148 |
9.110.186 |
607.346 |
759.183 |
3 |
8.493.706 |
10.617.133 |
707.810 |
884.761 |
4 |
9.206.081 |
11.507.601 |
767.174 |
958.967 |
5 |
9.973.255 |
12.466.569 |
831.106 |
1.038.881 |
6 eða fleiri |
10.740.428 |
13.430.787 |
895.036 |
1.118.795 |
Eignamörk haldast óbreytt.
Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindu við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.