Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2025 Utanríkisráðuneytið

Flutningar forstöðumanna sendiskrifstofa

Húsakynni utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík. - mynd

Flutningar forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni standa nú fyrir dyrum. Um er að ræða reglubundna flutninga sem jafnan eru ákveðnir að hausti en tilkynntir þegar samþykki gistiríkja liggja fyrir. 

Eftirtaldir flutningar taka formlega gildi á næstunni:

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, flyst frá sendiráði Íslands í Tókýó í embætti sendiherra Íslands í Brussel og gagnvart Evrópusambandinu frá 1. ágúst nk.   

Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra, tekur við sem fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg frá 1. september nk. Hún tekur við af Ragnhildi Arnljótsdóttur, fastafulltrúa sem flyst til starfa í utanríkisráðuneytið.

María Mjöll Jónsdóttir, sendiherra og skrifstofustjóri, flyst frá ráðuneytinu í embætti sendiherra og fastafulltrúa Íslands í París frá 1. ágúst nk. Hún tekur við af Unni Orradóttur, sendiherra, sem flyst til starfa í ráðuneytið.  

Hreinn Pálsson, sendiherra og mannauðsstjóri, flyst frá ráðuneytinu í embætti sendiherra Íslands í Tókýó frá 15. júlí nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta