Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2025

Aðalráðstefna FAO 28. júní til 4. júlí 2025.

Fulltrúar Íslands á ráðstefnuni voru þau Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri atvinnuvegaráðuneytisins; Guðmundur Árnason, fastafulltrúi Íslands í Róm; Ása Þórhildur Þórðardóttir, skrifstofustjóri landgæða og dýraheilsu atvinnuvegaráðuneytis; Sólrún Svandal, sérfræðingur í utanríkisráðuneyti og Berglind Bragadóttir, þriðji sendiráðsritari hjá fastanefnd Íslands í Róm.

Formleg dagskrá ráðstefnunnar hófst á opnunarávarpi framkvæmdastjóra FAO og blessunarorðum sem flutt voru fyrir hönd nýs páfa.

Bryndís Hlöðversdóttir tók þátt í hringborðsumræðum um nýsköpun og umbyltingu fæðukerfa ásamt fulltrúum frá Brasilíu, Indlandi, Tyrklandi, Ástralíu, Haítí, Nepal, Kólumbíu, Madagaskar og Pakistan. Erindi hennar má sjá hér.

Ávarp Bryndísar Hlöðversdóttur

Einnig flutti fastafulltrúi Íslands Guðmundur Árnason meðfylgjandi ræðu fyrir hönd Íslands á ráðstefnunni sem hægt er að lesa hér. 

Ávarp Guðmundar Árnasonar fyrir hönd Íslands

Kosið var um óháðan formann FAO-ráðsins og bar Mina Rizk frá Egyptalandi sigur úr býtum og mun því gegna þeirri stöðu næstu tvö árin.

Að lokum var kosið í stjórn FAO (Council) og var sú kosning leynileg en í Evrópuríkjahópnum höfðu Rússland og Belarús tilkynnt framboð sín. Hvorugt landanna hlaut þó kosningu í stjórn FAO í þetta sinn.

Næsta Aðalráðstefna FAO mun fara fram í Róm 26. júní til 2. júlí 2027.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta