Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2025 Atvinnuvegaráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Forsætisráðuneytið

Breyting á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Byggðakerfið, sem felur í sér strandveiðar, byggðakvóta o.fl., verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu yfir á málefnasvið innviðaráðuneytisins, sem jafnframt er ráðuneyti byggðamála.

Breytingin var rædd og samþykkt á fundi ríkisstjórnar 16. júlí sl. Forseti Íslands hefur undirritað úrskurðinn sem hefur þegar tekið gildi.

Með breytingunni flyst ábyrgð á stjórnarmálefninu byggðakerfi, eða svokölluðu 5,3% kerfi, úr atvinnuvegaráðuneyti og yfir í innviðaráðuneyti. Undir byggðakerfið fellur almennur byggðakvóti, sértækur byggðakvóti, strandveiðar, línuívilnun, skel- og rækjubætur og frístundaveiðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta