Hoppa yfir valmynd
23. júlí 2025 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skipan skólameistara við Verkmenntaskólann á Austurlandi

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Birgi Jónsson í embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Austurlandi til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Birgir hefur starfað við skólann frá árinu 2019 sem kennari, verkefnastjóri með gæða- og jafnlaunakerfi skólans, aðstoðarskólameistari og sem settur skólameistari. Áður var hann skólastjóri við Eskifjarðarskóla.

Birgir er með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu með áherslu á stjórnun menntastofnana auk kennsluréttinda frá Háskóla Íslands. Hann lauk grunnnámi í sagnfræði frá sama skóla.

Alls sóttu fjórir um embættið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta