Hoppa yfir valmynd
8. ágúst 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fitch staðfestir A lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs en breytir horfum í jákvæðar

Fitch staðfestir A lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs en breytir horfum í jákvæðar - myndStjórnarráðið

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar og staðfest um leið "A" lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.

Jákvæðar horfur endurspegla sterkari stöðu opinberra fjármála. Gert er ráð fyrir að skuldir hins opinbera lækki verulega á árinu 2025 eftir vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sölu á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Áfram fjölgar stoðum í atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í fiskeldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu.

Aukin trú á verulegri og viðvarandi lækkun skuldahlutfalls ríkissjóðs, áframhaldandi kröftugur vöxtur og vísbendingar um frekari fjölbreytni í efnahagslífinu sem dregur úr áhættu Íslands gagnvart ytri áföllum, gæti leitt til hærri lánshæfiseinkunnar.

Veruleg hækkun skuldahlutfallsins, til dæmis vegna langvarandi slökunar í ríkisfjármálum eða alvarlegs efnahagsáfalls, sem gæti til að mynda komið til vegna verulegs samdráttar í heimshagkerfinu, gæti leitt til lægri lánshæfiseinkunnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta