Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2025 Utanríkisráðuneytið

Sameiginleg yfirlýsing átta utanríkisráðherra

Utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Möltu, Noregs, Portúgals, Slóveníu og Spánar fordæma ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gaza. Þá hafna ráðherrarnir öllu lýðfræðilegum breytingum eða landamerkjum Palestínu. Öll skref í slíka átt teljist brot á alþjóðalögum og alþjóða mannúðarlögum. Tveggja ríkja lausnin sé eina raunhæfa leiðin til varanlegs friðar í Mið-Austurlöndum.

Ítrekað er ákall um tafarlaus vopnahlé og að öllum gíslum verði sleppt. Tryggja verði aukið aðgengi mannúðaraðstoðar á Gaza. Þá geti Hamas ekki átt neinn þátt í stjórn Gaza eftirleiðis.

Yfirlýsingu ráðherranna má lesa í heild sinni hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta