Boðið til samtals um nýja atvinnustefnu
Ríkisstjórnin býður til samtals um nýja atvinnustefnu sem nú er í mótun. Áformaskjal um stefnuna hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Forsætisráðuneytið mun einnig standa að viðburði að morgni fimmtudagsins 4. september nk. á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður fjallað um helstu áherslur ríkisstjórnarinnar í væntanlegri atvinnustefnu og vegferðina næstu mánuði varðandi mótun stefnunnar. Nánari upplýsingar um dagskrá, fyrirlesara og skráningu verða kynntar síðar.
Hagaðilar og önnur áhugasöm eru hvött til að kynna sér efni áformaskjalsins og veita endurgjöf, mæta á viðburðinn 4. september og taka virkan þátt í samtali um framtíð íslensks atvinnulífs og aukna verðmætasköpun Íslands.