Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson ráðinn aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson  - mynd

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ráðið Dagbjart Gunnar Lúðvíksson sem aðstoðarmann sinn.

Dagbjartur Gunnar lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 með áherslu á samningarétt, alþjóðarétt og félagarétt. Síðast starfaði hann á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins en hefur komið víða við áður, þ.m.t. sem aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, aðstoðarkennari við lagadeild Háskóla Íslands og verkamaður hjá Veitum.

Dagbjartur er uppalinn á Blönduósi og hefur fjölbreytta reynslu af félagsstörfum, meðal annars sem varaformaður Orators, félags laganema við HÍ, og formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Þá tók Dagbjartur sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar árið 2022.

Fyrir starfar Jón Steindór Valdimarsson sem aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.

Dagbjartur hefur þegar hafið störf.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta