Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2025 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin hélt sumarfund sinn í Stykkishólmi

Ríkisstjórnin ásamt fulltrúum sveitarfélaga á Vesturlandi. - myndMynd: Sumarliði Ásgeirsson

Sumarfundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur var haldinn í Stykkishólmi í dag og í gær.

Ríkisstjórnin átti afar gagnlegan fund með Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í Vatnasafninu í Stykkishólmi í gær. Á meðal umræðuefna voru samgöngumál, orkumál og heilbrigðismál á svæðinu, auk þess sem farið var yfir ýmis sameiginleg verkefni ríkis og sveitarfélaga.

Ríkisstjórnin fundaði einnig um atvinnustefnu og bauð loks fulltrúum fyrirtækja, sveitarstjórna og fleiri góðum gestum til óformlegs samtals.

Í dag kom ríkisstjórnin saman á vinnufundi í Setrinu, húsnæði Félags eldri borgara í Stykkishólmi, og tók að fundi loknum á móti eldra fólki í kaffisamsæti. Þá heimsóttu ráðherrar Ásbyrgi – vinnustofu fólks með skerta starfsgetu og kynntu sér fjölbreytta starfsemi sem þar er haldið úti. Ráðherrar heimsóttu einnig nýsköpunarfyrirtækið ISEA sem stundar þörungavinnslu rétt fyrir utan Stykkishólm.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta