Umhverfisþing 15. og 16. september - skráning hafin
Skráning er hafin á XIV. Umhverfisþing. Þingið, sem er umfangsmeira en undanfarin ár, verður haldið dagana 15. og 16. september í Silfurbergi í Hörpu. Meginþemu þingsins verða hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál.
Með þinginu vill Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, efla hlustun og samtal við almenning, félagasamtök og hagaðila um umhverfismál, með áherslu á framangreind þemu. Umhverfisþingi er ætlað að ná fram uppbyggilegu samtali um viðfangsefni þingsins og skapa grundvöll að framhaldsvinnu stjórnvalda í málaflokkunum. Dagskráin verður því ýmist í formi vinnustofa, fyrirlestra og pallborðsumræðna.
Drög að dagskrá
15. september kl. 13-16
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, setur þingið.
Thomas Halliday, fornlíffræðingur og höfundur bókarinnar Otherlands: A World in the Making.
Samtal við Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, um mikilvægi umhverfis- og loftslagsmála.
Afhending náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti
Áhrifamáttur samtals – Hvernig eflum við samráð og samtal um loftslagsmál? Vinnustofa skipulögð af loftslagsktívistum.
16. september kl. 9:00 – 16:30.
Ocean – sýning á 20 mínútna útgáfu af myndinni Ocean með David Attenborough
Pallborð 1: Lífríki hafsins og vernd hafsvæða - pallborðsumræður um tengsl verndunar hafsvæða við þróun lífríki hafsins og auðlindir þess.
Pallborð 2: Skyldan til að vernda hafið - pallborðsumræður um framkvæmd hafverndar, árangursríka umhverfisvernd í hafi og lagalega þróun á því sviði.
Hádegishlé
Vinnustofa 1. Verndum líffræðilega fjölbreytni - hringborðsumræður um stefnu stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni og aðgerðaáætlun í málaflokknum.
Vinnustofa 2: Fyrsta loftslagsstefna Íslands - hringborðsumræður til að undirbyggja efnistök fyrstu loftslagsstefnu Íslands.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lokar þinginu
Meðal annarra þátttakenda í þinginu eru:
- Dr. Chris McOwen, sjávarlíffræðingur hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP).
- Dr. Anna von Rebay, málsvari og lagalegur ráðgjafi og forstjóri og stofnandi Ocean Vision Legal.
- Dr. Sian Prior, sjávarlíffræðingur. Prior hefur starfað fyrir og veitt ráðgjöf til fjölda umhverfisverndar- og hafverndarhópa, m.a. Clean Arctic Alliance.
- Rui Martins, héraðsstjóri hafmála á Azoreyjum (Regional Director for Ocean Affairs).
- Dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir forstöðumaður rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum.
- Dr. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og sviðsstjóri náttúruverndar, Náttúrufræðistofnun.
- Björn Helgi Barkarson, umhverfisfræðingur og skrifstofustjóri umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.
- Dr. Snjólaug Árnadóttir, dósent og doktor í hafrétti við Háskólann í Reykjavík.
Öll eru velkomin, en skrá þarf þátttöku í þinginu fyrirfram. Hlutar dagskrár verða einnig aðgengilegir í beinu streymi. Athygli er vakin á að skrá þarf sérstaklega þátttöku í pallborðsumræðum og hverri vinnustofu fyrir sig.