Umsóknir um embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ
Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust átta umsóknir um embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.
Umsækjendur um embætti skólameistara:
- Anne Héléna Clara Herzog
- Ágústa Elín Ingþórsdóttir
- Guðjón Ragnar Jónasson
- Íris Anna Steinarsdóttir
- Kristján Arnar Ingason
- Muniya Samy
- Vera Sólveig Ólafsdóttir
Embættið var auglýst laust til umsóknar hinn 24. júní síðastliðinn, með framlengdum umsóknarfresti til og með 6. ágúst. Mennta- og barnamálaráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.