Morgunverðarfundur um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ) 27. ágúst
Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að móta drög að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ) hefur skilað skýrslu sinni til heilbrigðisráðherra. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra boðar til morgunverðarfundar í samvinnu við starfshópinn og Landspítala, þar sem skýrslan verður kynnt og efni hennar rætt frá ýmsum hliðum. Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins og þar er skýrsla hópsins jafnframt aðgengileg. Sjá tilkynningu ráðuneytisins, dags. 18. ágúst.
Mikilvægt er að þeir sem ætla að mæta á fundinn skrái þátttöku sína sem fyrst þar sem húsrými er takmarkað. Athygli er jafnframt vakin á því að streymt verður beint frá fundinum (þeir sem fylgjast með í streymi þurfa ekki að skrá þátttöku) og verður streymið aðgengilegt hér.
Fundarstjóri verður Henry Alexander Henrysson doktor í heimspeki.
Dagskrá fundarins
Opnun fundar: Kári Stefánsson, formaður starfshópsins
Kynning á skýrslu starfshóps um EHÞ: Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands
Áhrif EHÞ á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar: Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands
EHÞ í framkvæmd, Lynch-heilkennið: Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands
Persónuleg reynsla af EHÞ: Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, formaður Brakka-samtakanna
Pallborð - Ávinningur og áskoranir
Henry Alexander stjórnandi pallborðs
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands
Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknar erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala
María Heimisdóttir landlæknir
Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítala
Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands
Þorvarður J. Löve, formaður vísindasiðanefndar
Samantekt og lokaorð: Alma D. Möller heilbrigðisráðherra