Beint streymi frá morgunverðarfundi um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu
Bein útsending frá morgunverðarfundi um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ) hefst kl. 08.00 miðvikudaginn 27. ágúst. Þar verður kynnt skýrsla starfshóps sem heilbrigðisráðherra fól að móta drög að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu, og efni hennar rætt frá ýmsum hliðum. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra boðar til fundarins í samvinnu við starfshópinn og Landspítala.