Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2025 Forsætisráðuneytið

Morgunfundur um mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035​

Forsætisráðuneytið býður til morgunfundar um mótun nýrrar atvinnustefnu fimmtudaginn 4. september nk. á Hilton Nordica. Fundurinn, sem er öllum opinn, hefst kl. 9 en boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8:30.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Nana Bule, ráðgjafi hjá Goldman Sachs og stjórnarmaður hjá m.a. Novo Nordisk Foundation og Carbfix, og Sveinbjörn Finnsson aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar munu flytja erindi á fundinum. Að þeim loknum verða umræður og spurningar úr sal þar sem forsætisráðherra verður til svara ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.

Beint streymi verður frá fundinum á Vísi.is og mbl.is.

Skráning á morgunfund um atvinnustefnu

Áform stjórnvalda um atvinnustefnu Íslands og vaxtarplantil 2035 voru kynnt í samráðsgátt fyrr í sumar en alls bárust um 70 umsagnir um áformin. Morgunfundurinn er liður í áframhaldandi samtali ríkisstjórnarinnar við hagaðila um mótun nýrrar atvinnustefnu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta