Framleiðslutengdur stuðningur við kornrækt
Atvinnuvegaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um framleiðslutengdan stuðning í kornrækt vegna uppskeru ársins 2025. Stuðningurinn byggir á aðgerðaáætluninni „Bleikir Akrar“ og er hluti af fimm ára átaksverkefni til eflingar innlendrar framleiðslu á korni til fóðurs og manneldis.
Greiddur verður stuðningur pr. kg. þurrkaðs korns með þurrefnisinnihald að lágmarki 85% sem stenst eftirfarandi skilyrði:
- Bygg með rúmþyngd 600g pr. lítra eða meira
- Bygg með rúmþyngd á bilinu 550-599 g pr. lítra
- Hveiti með rúmþyngd 700g pr. lítra eða meira
- Hafrar með rúmþyngd 500g pr. lítra eða meira
Umsókn skal fylgja vottorð frá fagaðila sem staðfestir gæði sbr. ofangreinda flokka.
Nánari leiðbeiningar er að finna í reglugerð 350/2024 um stuðning við kornrækt og á afurð.is
Umsóknum skal skila á Afurð í síðasta lagi þann 10. nóvember