Innviðaráðherra hefur undirritað reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda vegna sértæks byggðakvóta
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur nú undirritað reglugerð um um aflaheimildir samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða á fiskveiðiárinu 2025/2026, aflamark Byggðastofnunar.
Ákvörðun um ráðstöfun annarra hluta byggðakerfisins og eftir atvikum breytingar á fyrirkomulagi um ráðstöfun heimildanna verður tekin að undangenginni ítarlegri greiningu. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá 2024 voru settar fram ýmsar ábendingar um nauðsynlegar úrbætur og bent á að úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta sé áratugagamalt og hafi ekki þróast í takti við samfélagslegar breytingar. Þá er í ráðuneytinu hafin vinna við smíði frumvarps til laga um strandveiðar og ráðstöfun byggðatengdra aflaheimilda og er stefnt að framlagningu þess í upphafi vorþings.