Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2025 Utanríkisráðuneytið

Sameiginleg yfirlýsing sex utanríkisráðherra um ástandið í Palestínu

Utanríkisráðuneytið. - mynd

Utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar fordæma harðlega í sameiginlegri yfirlýsingu nýjar hernaðaraðgerðir Ísraels á Gaza og áform sem boðuð hafa verið um varanlega viðveru ísraelskra hermanna í Gaza-borg. Þá lýsa ráðherrarnir hryllingi sínum vegna staðfestingar þess að hungursneyð ríki á Gaza sem kom fyrr í þessari viku. Kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar á grundvelli alþjóðamannúðarlaga. Ennfremur lýsa ráðherrarnir miklum áhyggjum sínum af útvíkkun landtökubyggða á Vesturbakkanum en þær eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Er kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld snúi ákvörðun sinni við í þessum efnum. Þá er kallað eftir lausn allra gísla á Gaza og flæði mannúðaraðstoðar inn á Gaza.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta