Hoppa yfir valmynd
1. september 2025 Atvinnuvegaráðuneytið

Auglýst eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar

Auglýst eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar - myndistock/Edyta Falowska

 

Atvinnuvegaráðuneytið auglýsir eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar samkvæmt reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt.

Umsóknum skal skilað inn á skrifstofu atvinnuvegaráðuneytisins á sérstökum eyðublöðum sem stofnunin lætur í té eigi síðar en tveimur vikum eftir birtingu auglýsingar.

Stuðningur til söfnunar ullar er háður eftirfarandi skilyrðum:                          

  • Umsækjandi skal vera reiðubúinn að taka við allri vinnsluhæfri ull af öllum framleiðendum sem þess óska.

  • Sækja þarf ull heim til framleiðanda eða taka á móti ullinni á móttökustöð sem innan 100 km fjarlægðar frá hverjum einstökum framleiðanda. 

  • Að minnsta kosti 30% allrar ullar sem aðili móttekur skal þvegin hér á landi og band, lopi eða samsvarandi vara unnin úr þessari sömu ull hérlendis.

Umsóknarfrestur er til 25. september næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir atvinnuvegaráðuneytið - [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta