Hoppa yfir valmynd
1. september 2025 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðherra fylgist með karlalandsliðinu í körfuknattleik í Póllandi

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, er staddur í Katowice í Póllandi til þess að fylgjast með Evrópumóti karla í körfubolta. Fjöldi Íslendinga er á mótinu til þess að styðja landsliðið.

 

 

Ráðherra nýtti tækifærið og heimsótti Auschwitz-Birkenau fangabúðirnar sem Pólverjar hafa gert að safni til minningar um skipulagðar þjóðernishreinsanir Nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Einnig hitti hann forystufólk Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) og fékk kynningu á starfi og skipulagi sambandsins í tengslum við mótið. Þá hitti hann forseta Evrópska körfuknattleikssambandsins Jorge Garbajosa.

 

 

Íslenska liðið hefur tapað naumlega fyrstu leikjum sínum á mótinu.

„Það hefur verið gaman að upplifa þá miklu stemningu sem hefur myndast hér hjá Íslendingum á mótinu. Einnig er frábært að sjá hversu miklar framfarir hafa orðið í íslenskum körfubolta undanfarin ár sem gera það að verkum að við spilum jafna leiki á lokamótum sem þessu við bestu lið heims,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.

 

Kristinn Albertsson formaður KKÍ, Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ, Guðmundur Ingi Kristinsson ráðherra íþróttamála, Jorge Garbajosa, forseti Evrópska körfuknattleikssambandsins, Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta