Hoppa yfir valmynd
1. september 2025 Atvinnuvegaráðuneytið

Viðurkenning á árangri í lífrænni framleiðslu

Viðurkenning á árangri í lífrænni framleiðslu - myndistock/Roberto Lo Savio
Atvinnuvegaráðuneytið óskar eftir tilnefningum til viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í lífrænni framleiðslu.

Aðgerðaáætlun til eflingar lífrænni framleiðslu kom út í ágúst 2024. Í aðgerðaáætluninni eru settar fram 14 aðgerðir sem skipt er í nokkra málaflokka. Hver um sig snýr að tilteknum hluta af virðiskeðju lífrænna matvæla eða að tilteknum innviðum sem þurfa að vera til staðar til að keðjan í heild verði sem sterkust.  

Hluti af aðgerðaáætluninni er að veita viðurkenningu til aðila sem þykja hafa skarað fram úr í framleiðslu, nýsköpun, vöruþróun, markaðssetningu, sölu eða kynningu á lífrænum vörum. Tilnefna má einstaklinga, fyrirtæki eða félög sem falla undir ofangreint.

Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar um aðila í lífrænni framleiðslu sem talin eru hafa verið til fyrirmyndar að einhverju leyti í lífrænni framleiðslu á síðasta ári. Stutt greinargerð skal fylgja með tilnefningu þar sem fram koma helstu upplýsingar um starfsemi tilnefndra ásamt rökstuðningi fyrir tilnefningunni.

Við valið er litið til þátta eins og frumkvöðlastarfs, nýjunga í starfsháttum eða annars árangurs.

Frestur til að skila inn tillögum er til 12. september 2025. Fyrirhugað er að veita viðurkenninguna á lífræna deginum sem haldinn verður í fjórða sinn þann 20. september næstkomandi.

Tillögur merktar „viðurkenning í lífrænni framleiðslu“ sendist á netfangið [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta