Hoppa yfir valmynd
3. september 2025 Innviðaráðuneytið

Netöryggi: Styrkir og sóknarfæri – skráning á ráðstefnu hafin

Íslenska hæfnissetrið fyrir netöryggi og nýsköpun, Eyvör NCC-IS, stendur fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 11. september í Grósku undir yfirskriftinni Netöryggi: Styrkir og sóknarfæri (Cybersecurity: From Grants to Impact). Fundurinn stendur frá kl. 9:00-12:30 en húsið opnar kl. 8:30.

Markmið ráðstefnunnar er að kynna helstu styrkjamöguleika á sviði netöryggis, hvetja til þátttöku í evrópskum samstarfsverkefnum og sýna fram á hvernig rannsóknir og nýsköpun geta skilað raunverulegum ávinningi fyrir Ísland. Loks fer fram kynning á framgangi fjölbreyttra verkefna kynnt sem hafa hlotið netöryggisstyrki frá Eyvöru – hæfnisetri.

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ávarpar fundinn og þá mun Luca Tagliaretti, framkvæmdastjóri Hæfniseturs Evrópu í netöryggi (ECCC) flytja erindi.

„Við viljum gera styrkjamöguleika og samstarfsleiðir sýnilegri fyrir fyrirtæki, stofnanir og rannsóknaraðila. Á fundinum gefst einstakt tækifæri til að efla samstarf og nýsköpun á sviði netöryggis á Íslandi,“ segir Hrannar Ásgrímsson, verkefnastjóri Eyvarar sem jafnframt er fundarstjóri.

Dagskrá

  • 08:30 – Skráning og kaffi
  • 09:00 – Hrafnkell Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu setur fundinn
  • 09:10 – Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra flytur ávarp
  • 09:20 – Luca Tagliaretti, framkvæmdastjóri ECCC
  • 09:50 – Verkefnið Defend Iceland kynnir árangur sinn
  • 10:00 – Hlé og hressing
  • 10:10 – Kynning á styrktarverkefnum – fyrri hluti
  • 11:00 – Hlé og hressing
  • 11:20 – Kynning á styrktarverkefnum –  seinni hluti
  • 12:05 – Rannís: Umsóknarferli og hæfniskröfur
  • 12:30 – Fundi lýkur

Skráning á vef Fjarskiptastofu

Skráning fer fram á vef Fjarskiptastofu og er skráningarfrestur til 8. september. Vinsamlegast athugið að ráðstefnan fer eingöngu fram á staðnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta