Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2021 Matvælaráðuneytið

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á ostum frá Noregi

Með vísan til 65. gr. B búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breytingum og til reglugerðar um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi nr. 1295/2021, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning á smurostum frá Noregi og með upprunavottorð þaðan fyrir tímabilið 1. janúar – 31. desember 2022. 

 

 

Vara

Tímabil

Vörumagn

Verðtollur

Magntollur

Úr tollskrárnr.:

 

 

kg

%

kr./kg

0406.3000

Smurostur

01.01.-31.12.22

13.000

0

0

 

Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur skal leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar.

Úthlutun er ekki framseljanleg.

 

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hætti á vefkerfinu tollkvoti.is. Nýskráning notenda í vefkerfið fer fram hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ef óskað er eftir nýskráningu notenda skal hafa samband við ráðuneytið í síma 545-9700 eða á [email protected]. Sjá eftirfarandi ítarefni vegna úthlutunar tollkvóta:

Leiðbeiningar, tollkvóti.is

Vefkerfi fyrir úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara

 

Opnað verður fyrir umsóknir á tollkvoti.is; mánudaginn 22. nóvember 2021 og skulu umsóknir berast fyrir kl. 23.59, mánudaginn 29. nóvember 2021.

 

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu,

22. nóvember 2021.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum