Hoppa yfir valmynd
26. september 2012 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um skylduvátryggingar til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skylduvátryggingar vegna loftferða nr. 78/2006. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 9. október á netfangið [email protected].

Reglugerð um skylduvátryggingar vegna loftferða nr. 78/2006 var breytt með reglugerð nr. 89/2007 þannig að fellt var út ákvæði um slysatryggingar í kennslu- og einkaflugi. Eigendum og/eða umráðamönnum kennslu- og einkaflugvéla er því ekki skylt að slysatryggja þá sem ferðast með slíkum loftförum. Með reglugerðarbreytingu þeirri sem nú stendur til verður eigendum og /eða umráðamönnum loftfara í kennslu- og einkaflugi sem ekki hafa tekið slysatryggingu vegna farþega gert skylt að auðkenna með áberandi hætti að farþegar þeirra séu ekki slysatryggðir. Auðkenningin skal orðast svo: FARÞEGI ÁN SLYSATRYGGINGAR. Þannig eru farþegarnir sérstaklega upplýstir um þá staðreynd og þeim í sjálfsvald sett hvort þeir velja að fljúga ótryggðir.

Samkvæmt drögunum mun breytingin öðlast gildi þann 1. janúar 2013 þar sem eðlilegt þykir að veita aðlögunartíma til að uppfylla þessa skyldu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira