Hoppa yfir valmynd
11. júní 2004 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Sérfræðingur á skrifstofu vísindamála

Menntamálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu vísindamála.

Menntamálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu vísindamála. Skrifstofan sér um almenna stjórnsýslu á sviði vísinda- og rannsóknamála innan ráðuneytisins.

Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingi með þekkingu á vísindamálum, rannsóknum og nýsköpun. Góð þekking á atvinnulífinu er kostur. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og tungumálakunnátta eru nauðsynlegir kostir ásamt ritfærni og hæfni í mannlegum samskiptum. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Jónsdóttir skrifstofustjóri. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 28. júní 2004.

Menntamálaráðuneytið, 11. júní 2004

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum