Hoppa yfir valmynd
29. september 2008 Félagsmálaráðuneytið

Tækifæri innan Progress

Progress er ný jafnréttis- og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins sem gildir til ársins 2013. Í hinni nýju áætlun hafa verið sameinaðar fjórar eldri áætlanir þar sem byggt er á vinnumálum, félagsvernd, samfélagi án aðgreiningar, vinnuvernd og jafnrétti kynjanna. Í þessari víðtæku áætlun felast margvísleg tækifæri fyrir sveitarfélög, stofnanir, háskóla og félagasamtök til að sækja um styrki. Innan Progress er auglýst eftir umsóknum um verkefni og rannsóknir. Hátt hlutfall heildarkostnaðar við verkefni og rannsóknir er greitt af Progress eða að lágmarki 80% af heildarkostnaði. Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna og rannsókna allt árið.

Kynningar- og fræðslufundur um hið nýja verkefni verður haldinn á Hótel Reykjavík Centrum 3. október næstkomandi. Verkefnisstjóri Progress hjá Evrópusambandinu, Nicolas Morin-Gibert, mun kynna Progress og þau sóknarfæri sem felast í áætluninni fyrir sveitafélög, stofnanir, háskóla og félagasamtök.

Dagskrá

13.30–14.20   Nicolas Morin-Gibert

Kynning á Progress-áætluninni. Hugmyndafræði og sóknarfæri fyrir hagsmunaaðila á Íslandi. Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku.

 

14.20–14.35    Hlé.

 

14.50–15.10    Linda Rós Alfreðsdóttir, landstengiliður Progress áætlunarinnar á Íslandi

Hvað þarf að hafa í huga?

 

14.35–14.50    Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu.

Reynsla Jafnréttisstofu af umsóknum innan Progress-áætlunarinnar.

 

15.10–15.30    Fyrirspurnir.

           

Fundarstjóri: Hildur Jónsdóttir, jafnréttisfulltrúi félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

 

Fundurinn er opinn öllum en óskað er eftir að þátttakendur skrái sig á netfangið [email protected]  Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira