Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2001 Heilbrigðisráðuneytið

17. - 23. febrúar 2001

Fréttapistill vikunnar
17. - 23. febrúar 2001



Áfengisneysla ungs fólks í Evrópu - vaxandi vandamál

Rekja má orsakir eins af hverjum fjórum dauðsföllum ungra karlmanna í Evrópu á aldrinum 15 - 29 ára til áfengisneyslu. Árið 1999 létust 55.000 ungmenni í aðildarríkjum WHO í Evrópu af völdum áfengis. Ungt fólk og áfengi var umfjöllunarefni á ráðstefnu í Stokkhólmi 19. - 21. febrúar sl., þar sem fulltrúar frá 51 þjóðlandi söfnuðust saman. Ýmsar nýjar tölfræðilegar upplýsingar komu þar fram sem sýna að áfengisneysla er vaxandi vandamál meðal ungs fólks í Evrópu. Framkvæmdastjóri WHO segir að undanfarin 10 - 15 ár hafi markaðssetning áfengis beinst í síauknum mæli að ungu fólki og við þær aðstæður sé erfitt að skapa heilbrigð viðhorf til áfengismála.
Sjá nánar fréttatilkynningar WHO>

ESPAD - Könnun á áfengis og vímuefnaneyslu evrópskra ungmenna
The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs er samevrópsk könnun um áfengisneyslu, reykingar og neyslu ólöglegra vímuefna. Könnunin sem fór fram í mars 1999, var lögð fyrir nemendur á aldrinum 15 - 16 ára og náði til 30 þjóða í Evrópu. Þetta er ein viðamesta könnun sem gerð hefur verið á vímuefnaneyslu ungs fólks. Þar kemur m.a. fram að neysla ólöglegra vímuefna meðal unglinga hefur aukist í nær öllum löndum Evrópu, þar á meðal á Íslandi, frá því að síðasta könnun var gerð árið 1995. Í tæpum helmingi þátttökulandanna hefur neysla ólöglegra vímuefna meira en tvöfaldast. Reykingar eru hins vegar fátíðari meðal íslenskra unglinga en víðast annars staðar. Samantekt á niðurstöðum er að finna á heimasíðu WHO.
Samantekt á ensku>

Málþing um rétt foreldra vegna veikinda barna
Laugardaginn 24. febrúar kl. 13.00 stendur félagið Umhyggja fyrir opnum fundi í Háskólabíói um réttindi foreldra vegna veikinda barna. Á fundinum verða viðtöl við fjölskyldur, umræður um málefnið með þátttöku frá samtökum launþega, atvinnurekenda, stjórnmálamanna og fjölskyldna. Aðgangur er ókeypis.
Dagskrá>

Staða deildarstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
Umsóknarfrestur um stöðu deildarstjóra á skrifstofu heilsugæslu- sjúkrahúsa- og öldrunarmála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sem auglýst var fyrir skömmu, hefur verið framlengdur til 12. mars nk.
Sjá nánar>

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
23.febrúar 2001

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum