Hoppa yfir valmynd
28. júní 2001 Heilbrigðisráðuneytið

23. - 29. júní 2001

Fréttapistill vikunnar
23. - 29. júní 2001



Breytingar á kostnaðarhlutdeild sjúklinga
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra kynnti í morgun, 29. júní, breytingar á komugjöldum til sérfræðilækna, breytingar á gjöldum fyrir röntgenþjónustu og breytingar á almennum hámarksgreiðslum fyrir læknishjálp. Ráðherra lagði áherslu á að til aðgerðanna væri gripið til að standa við það sem ákveðið var á fjárlögum og til að hvetja menn til að nýta sér þjónustu heilsugæslunnar áður en þeir gripu til annarra ráða. Komugjöld breytast ekki í heilsugæslunni.
MEIRA...

Samstarfssamningur um lyfjarannsóknir milli LSH og alþjóðlegs lyfjafyrirtækis
Landspítali - háskólasjúkrahús og alþjóðlega lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline hafa gert með sér formlegan samstarfssamning á sviði klínískra lyfjarannsókna. Samningurinn nær til allra verkefna á sviði klínískra lyfjarannsókna sem unnin eru í samstarfi lyfjafyrirtækisins og starfsmanna sjúkrahússins. Við undirritun samstarfssamningsins var greint frá því að GlaxoSmithKline muni veita styrk til starfsemi á sviði rannsókna- og þróunar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
MEIRA...

Byggðar verða 64 leiguíbúðir aldraðra við Hrafnistu í Hafnarfirði
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra tók í vikunni fyrstu skóflustunguna að 64 leiguíbúðum í fjölbýlishúsi við Hrafnistu í Hafnarfirði. Það er Sjómannadagsráð í Reykjavík og Hafnarfirði sem stendur að byggingu íbúðanna og eru þær ætlaðar fólki 60 ára og eldri. Áætlaður byggingartími er eitt og hálf ár.

Útgáfa lyfseðla
Sunnudaginn 1. júlí 2001 koma endanlega til framkvæmda ákvæði reglugerðar um gerð lyfseðla og ávísun lyfja nr. 111/2001 um nýtt lyfseðilseyðublað. Frá sama degi er læknum óheimilt að nota allar eldri gerðir lyfseðilseyðublaða. Lyfseðlar, sem útgefnir eru fyrir 1. júlí 2001 á eldri gerð lyfseðilseyðublaða, halda þó gildi sínu.
MEIRA...

Breytingar á lögum um almannatryggingar sem snerta elli- og örorkulífeyrisþega
Þann 1. júlí nk. taka gildi breytingar á lögum um almannatryggingar sem snerta elli- og örorkulífeyrisþega. Ýmsar breytingar verða á greiðsluflokkum. Má þar nefna niðurfellingu hjónalífeyris, hækkun á tekjumarki tekjutryggingar og niðurfellingu á sérstöku tekjumarki vegna lífeyrissjóðstekna. Einnig fellur niður sem greiðsluflokkur s.k. sérstök heimilisuppbót og þess í stað kemur nýr flokkur sem kallast tekjutryggingarauki.
Við útreikning tekjutryggingar og heimilisuppbótar munu atvinnutekjur öryrkja nema 60% í stað 100% áður.

Ráðherra ávarpar allsherjarþing S.Þ.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, ávarpaði í vikunni allsherjarþing S.Þ. um alnæmisvandann, en þingið var haldið í New York.Í ræðu sinni lagði ráðherra áherslu á að árangur hefði náðst í baráttunni gegn alnæmi. Enn fremur sagði hann: ,,Baráttan stendur um það að halda faraldrinum í skefjum og draga úr honum eftir mætti...
NÁNAR...


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
29. júní 2001

Póstur til umsjónarmanns:
[email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum