Hoppa yfir valmynd
6. desember 2018

Sendiherra Íslands afhendir trúnaðarbréf á Möltu

Þann 4. desember sl. afhenti Stefán Haukur Jóhannesson forseta Möltu, Marie Louise Coleiro Preca, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Möltu með aðsetur í London.

Í viðræðum sendiherra við forseta Möltu ræddi sendiherra samskipti landanna, nýlega heimsókn forseta Möltu til Íslands til að taka þátt í leiðtogafundi kvenna í stjórnmálum og fundi hennar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, og félags- og jafnréttisráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni.

Jafnframt ræddu þau um jafnréttismál og réttindi barna, sem forseti Möltu hefur unnið að af milli einurð. Þau ræddu þá einnig viðskiptamál og ferðaþjónustu og hvað Maltverjar og Íslendingar eiga sameiginlegt þegar kemur að áskorunum þar að lútandi, en mikil fjölgun hefur orðið á fjölda ferðamanna til beggja landa. Einnig ræddu þau hvernig löndin geta unnið saman, lært hvort af öðru og hvað þau eiga margt sameiginlegt þó ólík séu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira