Hoppa yfir valmynd
8. júní 2022

Heimsókn sendiherra til Bombay

Guðni Bragason sendiherra með fylkisstjóra Maharashtra-fylkis. - mynd

Guðni Bragason sendiherra í Nýju-Delhí átti hinn 31. maí fund með fylkisstjóra Maharastra-fylkis, Bagat Singh Koshyari. Rætt var um góð samskipti Íslands og Indlands og 50 ára stjórnmálasamband ríkjanna. Sérstaklega var rætt um endurnýjanlega orku og hugsanlega nýtingu hennar í Maharastra-fylki, sem er eitt hið stærsta og fjölmennasta á Indlandi. Rætt var um þá stefnu indverskra stjórnvalda að auka hlut endurnýjanlegrar orku í orkunotkun landsmanna og ná kolefnishlutleysi árið 2070. Viðstaddir voru Gul Kripalani aðalræðismaður Íslands í Bombay og Rahul Chontham viðskiptafulltrúi.

Guðni ávarpaði einnig verslunarráð Bombay (Indian Merchants Chamber, IMC) sama dag. Sendiherrann ræddi samskipti ríkjanna og ýmis viðskiptatækifæri milli landanna, auk góðra pólitískra samskipta á liðnum árum. Bombay hefur verið helsta verslunarmiðstöð Indlands frá 18. öld og er IMC-verslunarráðið hið elsta á Indlandi. Sama dag flutti sendiherrann ávarp á hádegisverðarfundi Rótaríklúbbs Bombay. 

Íslenskra teiknimyndir á kvikmyndahátíð í Bombay.

Íslenskrar teiknimyndir voru sýndar á kvikmyndahátíðinni í Bombay fyrir heimildarmyndir, stuttmyndir og teiknimyndir 1. júní. Guðni Bragason sendiherra opnaði íslenska hluta hátíðarinnar og ræddi stuttlega kvikmyndun á Íslandi og mikilvægi þeirra í menningarkynningum sendiráðsins. Sýndar voru Kitchen by Measure eftir Atla Arnarson og  Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur, Pride of Strathmoor eftir Einar Baldvin, Anna and the Moods eftir Gunnar Karlsson og Yes People eftir Gísla Darra Halldórsson. Viðstaddir opnunina voru  Ravinder Bhakar, framvæmdastjóri hátíðarinnar og sýningarstjórinn Dhvani Desai, auk menningar- og ferðamálafulltrúa sendiráðsins Deepika Sachdev.

  • Guðni Bragason á hádegisverðarfundi Rótaríklúbbs Bombay. - mynd
  • Á kvikmyndahátíðinni í Bombay fyrir heimildarmyndir, stuttmyndir og teiknimyndir. - mynd
  • Guðni Bragason á fundi verslunarráð Bombay (Indian Merchants Chamber, IMC). - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum