Hoppa yfir valmynd
28. maí 2009 Forsætisráðuneytið

Mál nr. 8/2008

Úrskurður kærunefndar jafnréttismála

A

gegn

Landspítala

 

Ráðning í starf. Samanburður umsækjenda.

 

Kærandi er kona sem sótti um stöðu sérfræðilæknis hjá Landspítala í mars 2008. Um var að ræða 80–100% stöðu, en samkvæmt auglýsingu kom til greina að skipta stöðunni í tvær 40–50% stöður. Fimm umsækjendur voru um stöðuna, þrír karlar og tvær konur. Tveir karlar voru ráðnir í 40% stöðu hvor. Síðar var ákveðið að auka starfshlutfall þriðja karlumsækjandans úr 5% í 20%. Í auglýsingu vegna stöðunnar kom fram að umsækjendur skyldu hafa sérfræðiviðurkenningu í almennum lyflækningum og víðtæka þjálfun og þekkingu á öllum meginþáttum meltingarfæralækninga. Tekið var fram að æskilegt væri að umsækjendur hefðu sérstaka reynslu á tilteknum sérsviðum. Starfið fælist einkum í klínískri þjónustu við sjúklinga en gert væri ráð fyrir þátttöku í kennslu og vísindastörfum og reynsla á þeim sviðum því æskileg. Kærandi, sem hafði lokið doktorsprófi, taldi sig hæfari en tiltekinn karlkynsumsækjandi sem ráðinn var í 40% stöðu. Kærandi hefði fengið fleiri stig hjá stöðunefnd spítalans, en stöðunefnd metur til stiga ritstörf og rannsóknir, svo og kennslustörf, og hefði því við ráðninguna verið gengið fram hjá konu sem hefði haft hærra stigamat. Af hálfu Landspítala var á því byggt að við ráðningu hefði verið tekið tillit til sérstakrar þekkingar og reynslu þess sem ráðinn var á tilteknum undirsviðum meltingarlækninga og í því tilliti tekið mið af þörfum spítalans. Var ráðningin talin í samræmi við auglýsingu vegna stöðunnar. Fallist var á það af hálfu kærunefndar að sá umsækjandi sem kærandi bar sig saman við undir rekstri málsins hjá kærunefnd hefði haft sérþekkingu umfram kæranda á tilteknum undirsviðum meltingarlækninga í samræmi við fyrrnefnda auglýsingu. Talið var, meðal annars með hliðsjón af því sem upplýst var í málinu varðandi þörf deildarinnar á sérfræðiþekkingu á tilteknum undirsviðum, en stöðunni var skipt í hlutastöður af þeim ástæðum, að nægilega væri fram komið af hálfu vinnuveitanda að kynferði kæranda hefði ekki legið til grundvallar ákvörðun hans. Var ráðningin því ekki talin fara gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þá var fallist á að breyting á stöðuhlutfalli eins umsækjanda hefði átt sér málefnalegar skýringar, en viðkomandi hafði verið ráðinn tímabundið til afleysinga til að sinna tiltekinni sérhæfðri þjónustu sem hann var þjálfaður til.

 

Á fundi kærunefndar jafnréttismála hinn 28. maí 2009 er kveðinn upp svohljóðandi úrskurður í máli þessu:

 

I.

Inngangur

Með kæru dagsettri 26. nóvember 2008 óskaði kærandi, A, eftir því við kærunefnd jafnréttismála að hún kannaði og tæki afstöðu til þess hvort Landspítali hefði með ráðningu í stöðu sérfræðilæknis við meltingarlækningadeild Landspítala brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008.

Kæran ásamt fylgigögnum var kynnt Landspítala með bréfi dagsettu 4. desember 2008. Með tölvupósti frá Landspítala dagsettum 31. desember 2008 var óskað eftir viðbótarfresti til að koma á framfæri umsögn og var sá frestur veittur til 16. janúar 2009. Umsögn Landspítala um kæruna barst með bréfi dagsettu 16. janúar 2009 og var kæranda gefinn kostur á að koma athugasemdum sínum við hana á framfæri með bréfi dagsettu 23. janúar 2009.

Á fundi kærunefndar jafnréttismála 23. janúar 2009 var ákveðið að óska eftir viðbótargögnum frá Landspítala, meðal annars var óskað upplýsinga sem fram komu í ráðningarviðtölum og eftir umsóknargögnum B. Með bréfi kærunefndar jafnréttismála dagsettu 23. janúar 2009 til Landspítala var óskað eftir framangreindum viðbótargögnum frá Landspítala. Athugasemdir kæranda við umsögn Landspítala bárust með bréfi dagsettu 4. febrúar 2009 og voru þær sendar Landspítala með bréfi kærunefndar jafnréttismála dagsettu 20. febrúar 2009.

Viðbótargögn og athugasemdir Landspítala bárust með bréfi dagsettu 5. febrúar 2009 og voru send kæranda með bréfi kærunefndar jafnréttismála dagsettu 20. febrúar 2009.

Kærandi sendi nefndinni viðbótarathugasemdir sínar með bréfi dagsettu 2. mars 2009. Þær athugasemdir voru sendar Landspítala með bréfi dagsettu 5. mars 2009. Landspítali sendi kærunefnd viðbótarathugasemdir sínar með tveimur bréfum báðum dagsettum 9. mars, annars vegar við athugasemdir kæranda dagsettar 4. febrúar 2009 og hins vegar við athugasemdir kæranda dagsettar 2. mars 2009. Kærunefnd jafnréttismála sendi kæranda þessi bréf til kynningar með bréfi dagsettu 10. mars 2009.

Engin frekari gögn eða athugasemdir bárust nefndinni.

Með símtölum voru málsaðilar kallaðir á fund kærunefndar jafnréttismála; kærandi mætti á fund sem haldinn var 21. apríl 2009. Fyrir hönd Landspítala mætti R á fund nefndarinnar sem haldinn var 7. maí 2009.

 

II.

Málavaxtalýsing

Málavextir eru þeir að í febrúar 2008 auglýsti Landspítali lausa til umsóknar stöðu sérfræðings við meltingarlækningadeild Landspítala, lyflækningasviðs I. Í auglýsingunni kom meðal annars fram að umsækjendur skyldu hafa sérfræðiviðurkenningu í almennum lyflækningum og meltingarfæralækningum og víðtæka þjálfun og þekkingu á öllum meginþáttum meltingarfæralækninga. Þá væri æskileg sérstök reynsla á eftirfarandi sviðum (einu eða fleiri); alhliða reynsla í lifrarsjúkdómum, þar með talin lifrarígræðsla og meðferð lifrarbólgu C, sérhæfðum speglunum og inngripum og umönnun sjúklinga með þarmabólgusjúkdóma (IBD). Tekið var fram að starfið fælist einkum í klínískri þjónustu við sjúklinga með meltingarsjúkdóma á legudeildum sjúkrahússins, speglunardeildum, göngudeild og ráðgjöf. Gert væri ráð fyrir þátttöku í kennslu og vísindastörfum og því væri reynsla á þeim sviðum æskileg. Að lokum var tekið fram að mat stöðunefndar byggðist á innsendum umsóknargögnum, að viðtöl yrðu höfð við umsækjendur og ákvörðun um ráðningu í starfið myndi einnig byggjast á þeim.

Alls bárust fimm umsóknir um stöðuna, þrír karlmenn sóttu um og tvær konur og voru allir umsækjendur metnir hæfir. Tekin voru viðtöl við alla umsækjendur og að þeim loknum var komist að þeirri niðurstöðu að tveir karlmenn, þeir B og D, væru hæfastir í starfið á grundvelli mats á umsækjendum. Voru þeir ráðnir hvor í sína 40% stöðu sérfræðings við meltingarlækningadeild Landspítala, lyflækningasvið I.

Kærandi óskaði eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Landspítala í stöðu sérfræðings við meltingarlækningadeild Landspítala, lyflækningasviðs I. Sá rökstuðningur var veittur af hálfu Landspítalans með tölvubréfi dagsettu 10. júní 2008.

Kærandi telur að Landspítali hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við ráðninguna. Telur kærandi að gengið hafi verið fram hjá sér og annarri konu sem hafi báðar fengið hærra stigamat stöðunefndar en þeir karlmenn sem ráðnir voru. Þá telur kærandi sig standa framar þeim sem ráðnir voru hvað varði menntun og reynslu af kennslu og vísindastörfum. Kærandi telur jafnframt þriðja karlmanninn, C, hafa verið ráðinn í 20% stöðuhlutfall og því hafi allir karlkyns umsækjendur verið ráðnir en hvorug kvennanna.

Landspítali hafnar því að brotið hafi verið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við ráðninguna. Það sé mat Landspítala að karlmennirnir B og D hafi verið hæfastir í starfið og hafi ákvörðun spítalans ráðist á þörfum meltingarlækningardeildar Landspítala á sviði IBD og á undirsviði lifrarsjúkdóma sem er lifrarígræðslulækningar og meðferð á lifrarbólgu C, en öll þessi atriði komu fram í auglýsingu um starfið. Þá hafi stöðunefnd læknaráðs metið alla umsækjendur hæfa en í umræddu tilviki sé enginn vafi á því að þeir umsækjendur sem voru ráðnir í umrætt starf uppfylltu þarfir deildarinnar betur en hinir og töldust því hæfastir.

 

III.

Sjónarmið kæranda

Kærandi telur að Landspítali hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, við ráðningar B og D. Kærandi telur sig standa framar þeim sem skipaðir voru hvað varðar menntun og reynslu af kennslu og vísindastörfum.

Í kæru kemur fram að í febrúar 2008 hafi verið auglýst laus til umsóknar staða sérfræðilæknis við meltingarlækningadeild Landspítala, lyflækningasviðs I. Þar hafi komið fram að staðan yrði veitt frá 1. september 2008, um væri að ræða 80–100% stöðuhlutfall eftir samkomulagi og að til greina kæmi að stöðunni yrði skipt í tvær 40–50% stöður. Fram hafi komið í auglýsingu að tekið væri mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar í störf á Landspítalanum. Fimm umsækjendur hafi verið um stöðuna, þrír karlmenn og tvær konur. Kæranda hafi borist bréf 2. júní 2008 þar sem ákvörðun Landspítala um stöðuveitinguna hafi verið tilkynnt. Fram kom í bréfinu að allir umsækjendur hefðu verið taldir mjög vel hæfir og að ákveðið hefði verið að ráða tvo karlumsækjendur í 40% stöðuhlutfall hvorn. Síðar hafi verið ákveðið að ráða þriðja karlumsækjandann í 20% stöðuhlutfall. Niðurstaðan hafi því orðið sú að allir karlmennirnir voru ráðnir, en hvorug kvennanna. Hlutfall karla og kvenna meðal sérfræðinga á þessu sérfræðisviði háskólasjúkrahússins hafi fyrir þessa ráðningu verið sex karlar og ein kona og er nú níu karlar og ein kona.

Kærandi bendir á að hún hafi útskrifast frá læknadeild Háskóla Íslands í júní 1996 og fengið lækningaleyfi í ágúst 1997 eftir að hafa lokið kandídatsári. Síðan hafi hún starfað sem deildarlæknir á Landspítala og Borgarspítala í tvö og hálft ár. Flutt til Gautaborgar í Svíþjóð í janúar 2000, til sérfræði- og doktorsnáms við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið. Fengið sérfræðileyfi í almennum lyflækningum í apríl 2003 og í meltingarlækningum í febrúar 2006. Starfað sem sérfræðingur í lyflækningum við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið frá apríl 2003 sem sérfræðingur í meltingarlækningum frá febrúar 2006 og við kennslu læknanema og að doktorsverkefni fram til desember 2006. Þá hafi kærandi flutt til Íslands og starfað í Reykjavík sem sérfræðingur á slysa- og bráðasviði Landspítala í 60% stöðuhlutfalli og í sérfræðingsmóttöku og við speglanir í Læknasetrinu í 30–40% stöðuhlutfalli. Unnið við afleysingar á meltingarlækningadeild Landspítala í maí 2007 í 40% stöðuhlutfalli í einn mánuð. Lokið doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla í maí 2008. Doktorsverkefnið hafi fjallað um skorpulifur og titill doktorsritgerðar var Liver Cirrhosis - Epidemiological and Clinical Aspects. Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið sé annað tveggja sjúkrahúsa í Svíþjóð þar sem lifrarskipti eru gerð. Undirrituð hafi mikið starfað við legudeild þar sem sjúklingar frá öðrum svæðum í Svíþjóð komu til uppvinnslu og ákvarðanatöku um lifrarskipti, bæði sjúklingar með bráða- og langvinna lifrarsjúkdóma og var upptökusvæðið u.þ.b. 4–5 milljón íbúar.

Umsóknirnar fimm um framangreinda stöðu hafi verið sendar til stöðunefndar læknaráðs Landspítala sem hafi gefið umsækjendum stig samkvæmt reglum stöðunefndar um mat á umsækjendum um stöður sérfræðilækna við háskólasjúkrahúsið. Þeir tveir umsækjendur, báðir karlmenn, sem fengið hafi fæst stig voru síðan ráðnir í 40% hlutfall hvor. Við ráðninguna hafi því verið gengið fram hjá tveimur konum sem höfðu hærra stigamat en þeir karlmenn sem ráðnir voru. Kærandi telur því að ráðningin hafi ekki verið í samræmi við matið. Ekkert tillit hafi heldur verið tekið til þess sem kom fram í auglýsingunni að æskilegt væri að umsækjandi hefði reynslu af kennslu og vísindastörfum þar sem á háskólasjúkrahúsi landsins væri gert ráð fyrir þátttöku í slíkum störfum. Í því sambandi bendir kærandi á að einungis tveir umsækjendur, báðar konur, höfðu lokið doktorsprófi. Jafnframt bendir kærandi á að Landspítalinn sé eina háskólasjúkrahúsið hér á landi og því ekki um að ræða að kostur sé á sambærilegum stöðum hjá öðrum sjúkrahúsum hérlendis. Loks hafi ekkert tillit verið tekið til jafnréttisstefnu spítalans, þó tekið væri fram í auglýsingu að það yrði gert.

Í athugasemdum kæranda bendir hún á að í umsögn Landspítala hafi meðal annars komið fram að kærandi hafi farið með rangt mál varðandi fjölda karlmanna meðal sérfræðinga á sviði meltingarlækninga fyrir umrædda ráðningu. Kærandi hafi talið sex karlmenn og eina konu en í greinargerð Landspítala sé fullyrt það hið rétta sé fimm karlmenn og ein kona. Kærandi telur upp þá sérfræðinga sem verið hafi í starfi fyrir umrædda ráðningu og nefnir með nafni átta karlmenn og eina konu. Kærandi telur sig því hafa vantalið tvo karlmenn.

Bendir kærandi á að í greinargerð Landspítala hafi verið nefnt að framboð á kvenkyns sérfræðingum í meltingarlækningum hafi verið mun minna en á karlkyns sérfræðingum og að á síðastliðnum tíu árum hafi verið auglýstar þrjár sérfræðistöður og samtals níu karlmenn og fjórar konur sótt um þær, að teknu tilliti til þess að í umrædda stöðu hafi tveir karlmenn verið ráðnir, í heildina hafi því verið ráðnir þrír karlmenn og ein kona á síðastliðnum tíu árum. Telur kærandi að samkvæmt jafnréttissjónarmiðum væri einmitt mjög mikilvægt í þeim sérgreinum læknisfræði þar sem karlmenn séu í miklum meirihluta en fleiri konur hafi sérhæft sig undanfarin ár, að Landspítali gangi ekki framhjá mjög vel hæfum konum þegar þær sækja um stöður eins og gert hafi verið við umrædda stöðuveitingu þegar gengið hafi verið framhjá tveimur konum sem hafi að minnsta kosti verið jafnhæfar eða hæfari en þeir sem ráðnir voru.

Þá hafi komið fram í greinargerð Landspítala að stöðunefndin „geri tilraun“ til að meta til stiga rannsóknir og kennslustörf umsækjenda og að í auglýsingunni hafi einungis verið tekið fram að æskilegt væri að umsækjandi hefði reynslu á sviði kennslu og vísindastarfa og því hafi spítalinn ekki talið eðlilegt að láta stigafjöldann vera ráðandi þátt í hæfnismati umsækjenda. Í greinargerð Landspítala hafi verið gert lítið úr mati stöðunefndar þar sem standi að hún hafi gert tilraun til að meta til stiga rannsóknir og kennslustörf umsækjenda. Landspítali ætti að hafa þann metnað sem háskólasjúkrahús að stefna að því að fá til starfa sérfræðinga sem hafi reynslu á sviði kennslu og vísindastarfa og hafa lokið doktorsprófi.

Nefnt hafi verið í greinargerðinni að í auglýsingu hafi verið krafist víðtækrar þjálfunar og þekkingar á öllum meginþáttum meltingarfæralækninga. Kærandi sjái ekki að sýnt hafi verið fram á að þeir sem ráðnir hafi verið í stöðuna hafi staðið framar öðrum umsækjendum með tilliti til þessarar kröfu.

Í greinargerðinni frá Landspítala hafi verið fullyrt að röksemdir kæranda fyrir því að umræddar ráðningar hafi ekki verið í samræmi við mat stöðunefndar standist ekki. Eins og fram komi í mati stöðunefndar hafi kærandi fengið fleiri stig en þeir sem ráðnir voru. Þá bendir kærandi á að í álitinu komi ekkert fram um að munur sé á þjálfun og þekkingu umsækjenda í meginþáttum meltingarfæralækninga og í greinargerðinni hafi engin rök verið færð fyrir því að svo sé. Einnig telur kærandi að hún sé ekki aðeins með meiri reynslu af kennslu og vísindastörfum heldur sé þjálfun og þekking hennar í meltingarlækningum alls ekki minni eða þrengri en þeirra sem ráðnir hafi verið auk þess sem kærandi hafi lokið doktorsprófi. Kærandi fái því ekki séð hvernig unnt sé að halda því fram að ráðningin sé í samræmi við mat stöðunefndar.

Stöðunefnd læknaráðs Landspítala hafi farið eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem henni beri að gera og leggja til grundvallar álitum sínum. Í reglunum sé lögð áhersla á vísinda- og kennslustörf eins og eðlilegt hljóti að teljast að sé mjög mikilvægur hlutlægur þáttur þegar ráðið sé í sérfræðingsstöðu á eina háskólasjúkrahúsinu á landinu. Þá telur kærandi einnig afar mikilvægt að í þessu litla þjóðfélagi sé tryggt að gætt sé hlutlægni og réttlætis þegar ákvörðun um eins mikilvægan hlut og mögulegt framtíðarstarf sé fyrir þá einstaklinga sem sæki um störf hjá Landspítala eftir langt háskólanám. Það hljóti einnig að vera mikilvægt að Landspítalinn, sem jafnframt sé háskólastofnun, með kennslu- og rannsóknaskyldu, fái notið starfskrafta hæfustu einstaklinga á öllum sviðum. Í því sambandi bendir kærandi á að háskólastofnanir leggi jafnan mikla áherslu á að ráða fólk sem lokið hefur doktorsprófi.

Þær reglur og leiðbeiningar sem stöðunefndinni sé ætlað að fara eftir hljóti að byggjast á mati læknaráðs Landspítalans á því hvaða þættir séu mikilvægastir þegar teknar séu ákvarðanir um ráðningar sérfræðinga við stofnunina. Því verði að líta svo á að þetta mat eigi að vega mjög þungt þegar slíkar ákvarðanir séu teknar. Lítill tilgangur sé að vera með stöðunefnd ef ekkert tillit sé tekið til niðurstöðu hennar. Kærandi geti því engan veginn fallist á það sem fram komi í greinargerðinni að órökrétt sé að líta á stigagjöf stöðunefndar þegar álit nefndarinnar sé skoðað. Í ljósi þess að ráðnir hafi verið einstaklingar sem hafi verið lægra metnir samkvæmt stöðunefnd læknaráðs sem hafi það hlutverk innan spítalans að gera slíkt mat þá hljóti spítalinn að þurfa að sanna að hann hafi ekki gengið fram hjá hæfari umsækjanda.

Eitt af þeim sviðum sem hafi verið talið upp í auglýsingunni og sé æskilegt að umsækjandi hafi sérstaka reynslu af hafi verið þekking og reynsla í lifrarsjúkdómum. Kærandi gerir ekki athugasemdir við ráðningu B að því gefnu að stöðunni hafi verið skipt þannig að annar ætti að sinna IBD sérstaklega en bendir þó á að í auglýsingunni hafi verið talið að sérstök reynsla, meðal annars í lifrarsjúkdómum og IBD, væri æskileg en það virðist hafa haft úrslitaáhrif við ráðningarnar. Kærandi vísar í greinargerð Landspítala og bendir á að í tilfelli kæranda hafi reynsla í kennslu og vísindastörfum verið talin skipta litlu máli vegna þess að aðeins hafi verið tekið fram í auglýsingunni að slík reynsla væri æskileg. Rökin fyrir því að æskileg reynsla umsækjenda geti ekki verið ráðandi þáttur í hæfnismati hljóti að eiga að gilda í öllum tilfellum, ekki bara fyrir kæranda.

Eins og fram kemur í umsóknargögnum kæranda hafi hún unnið á meltingarlækningadeild á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg frá byrjun árs 2003 til áramóta 2006/2007. Í Svíþjóð búi yfir 9 milljónir manns og Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið sé annað af tveimur sjúkrahúsum í landinu sem framkvæma lifrarígræðslur þannig að á upptökusvæði sjúkrahússins hafi verið 4–5 milljónir íbúa og kærandi tekið þátt í lifrarbakvöktum þar sem læknar frá öðrum sjúkrahúsum hafi hringt og fengið ráð varðandi bráðveika og langveika lifrarsjúklinga. Einnig hafi kærandi tekið þátt í vikulegum fundum með lifrarígræðsluteymi en þar voru í hverri viku tekin upp ný tilfelli til ákvörðunartöku um mögulega lifrarígræðslu vegna bráðra eða krónískra lifrarsjúkdóma, þar á meðal lifrarbólgu C. Sjúklingarnir hafi verið lagðir inn til uppvinnslu og undirbúnings lifrarígræðslu og þá verið í umsjá kæranda og einnig á göngudeild.

Eftir að kærandi lauk sérfræðinámi í byrjun árs 2006 hafi yfirlæknir meltingarlækningadeildar Sahlgrenska háskólasjúkrahússins falið henni það áhugaverða verkefni að hafa umsjón með endurskipulagningu á göngudeild fyrir lifrarsjúklinga á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu. Sú vinna hafi verið komin talsvert áleiðis og verið í þróun þegar kærandi hafi ákveðið að flytja til Íslands um áramótin 2006/2007.

Kærandi tekur fram að hún hafi hins vegar ekki starfað á meltingarlækningadeild Landspítala nema einn mánuð við afleysingar á speglunardeild í maí 2007 og þekki því ekki nákvæmlega til hvernig skipulagningu göngudeildar lifrarsjúklinga sé háttað við Landspítala. Kærandi hafi stundað rannsóknir á skorpulifur og lokið doktorsritgerð sem fjallaði um faraldsfræði og klíníska fylgikvilli skorpulifrar og doktorsvörnin hafi farið fram í Gautaborg 28. maí 2008. Undirbúningur fyrir doktorsvörnina hafi verið langt komin þegar umsóknarfrestur rann út og legið fyrir að doktorsprófinu yrði lokið í maí 2008.

Í greinargerð Landspítala séu meðal annars þau rök fyrir ráðningu annars umsækjandans að hann hafi haft rannsóknaráform. Í þessu sambandi bendir kærandi á reynslu sína og tekur fram að þar sem hún þekki til hafi ekki verið hægt að gefa því eins mikið vægi að umsækjandi hafi hugmyndir um rannsóknir án þess að fyrir liggi hverju viðkomandi hafi áorkað í rannsóknum áður.

Einnig sé í greinargerð Landspítala nefnd framtíðarsýn viðkomandi varðandi þróun og viðbrögð við lifrarsjúkdómum á heimsvísu. Kærandi muni ekki til þess að hún hafi fengið spurningar um þessi atriði í ráðningarviðtalinu.

Kærandi telur hæpið að leggja mikið upp úr því sem fram komi í ráðningarviðtölum þegar á hlutlægan hátt eigi að meta umsækjendur. Erfitt sé að meta slíkt eftir á nema nákvæm fundargerð hafi verið færð. Sé það ekki gert sé hætta á að ráðningaraðili geri meira úr frammistöðu en efni standi til, til þess að rökstyðja ráðningu þegar ekki hafi tekist að rökstyðja ráðninguna á grundvelli framlagðra gagna. Eigi að byggja ákvörðun um ráðningu á munnlegum upplýsingum og viðtölum verði að mati kæranda að gera kröfu til þess að það sé skráð.

Með vísan til framangreindra athugasemda telur kærandi að engan veginn hafi verið sýnt fram á að D hafi haft meiri reynslu af greiningu og meðhöndlun lifrarsjúklinga eða uppfyllt þær kröfur sem settar hafi verið fram betur en kærandi.

Þá hafi verið tekið fram í greinargerð Landspítalans að kærandi hafi misskilið ráðningu karlmannsins C. Hann hafði verið í 5% stöðuhlutfalli frá janúar 2007. Samkvæmt greinargerðinni hafi hann aukið starfshlutfall sitt í 20%. Kærandi veltir því fram hvort starfsmaður geti einhliða aukið starfshlutfall sitt hjá Landspítala. Í auglýsingu hafi verið miðað við 100% stöðu en möguleiki á að skipta henni upp. Tveir umsækjendur hafi síðan verið ráðnir í 40% stöður og einn fengið 20% stöðu og allir hafið störf á sama tíma. Kærandi spyr hvort ekki hefði verið eðlilegt til að gæta jafnræðis að auglýsa þessa nýtilkomnu 20% stöðu hafi hún ekki verið hluti af 100% stöðunni.

Kærandi telur að Landspítalanum hafi alls ekki tekist að sýna fram á að þeir sem ráðnir voru hafi verið jafnhæfir eða hæfari en kærandi. Þar sem mun fleiri karlmenn gegni sérfræðingsstöðum á viðkomandi sviði hafi ráðningin því bæði verið brot á jafnréttislögum og í ósamræmi við jafnréttisstefnu spítalans.

Í viðbótarathugasemdum kæranda er bent á að Landspítali hafi tekið fram að samanburður við D hafi verið veigamestur í þessu máli þar sem kærandi hafi fyrst og fremst komið til álita vegna þekkingar á lifrarsjúkdómum. Eftir að hafa lesið yfir spurningalista fyrir stöðuviðtöl og minnispunkta um stöðuviðtölin kom kærandi á framfæri nokkrum athugasemdum.

Kærandi tekur fram að það hafi vakið sérstaka athygli að minnispunktar Landspítala varðandi D hefjist með löngum inngangi eða lista yfir menntun hans og störf. Í minnispunktunum um kæranda sé ekki vikið einu orði að þessum atriðum. Einnig sé getið í hans tilfelli að hann sé skráður í sérstakt próf en ekki minnst á að kærandi hafi verið að ljúka doktorsprófi. Þá vekur kærandi sérstaka athygli á því og telur að þeir sem lesa í gegnum minnispunktana á hlutlausan hátt sjái mismuninn á framsetningu og uppsetningu í tilfelli kæranda og karlmannanna þriggja. Sé lesið gegnum minnispunkta þeirra þriggja án þess að hafa nein önnur gögn fáist skýr mynd af þeirra menntun og störfum en í tilfelli kæranda mætti ætla að hún hafi lokið læknaprófi og svo einungis tekið próf í speglunum. Þá er sérstaklega tekið fram að kærandi hafi ekki lokið sérfræðiprófi en það eigi ekki við í Svíþjóð þar sem kærandi var í sérnámi en ekki tekið fram að hún hafi sérfræðiviðurkenningu í lyflækningum og meltingarlækningum og sé að ljúka doktorsprófi. Kærandi telur augljóslega gert lítið úr reynslu sinni og séu vissir hlutir taldir D til ágætis og kærandi hafi einnig verið spurð út í en svör hennar ekki skráð. Kærandi vekur einnig athygli á orðavali: þar sem kærandi „segist hafa“ en „D hefur“, og fleiri slík dæmi bendir kærandi á máli sínu til stuðnings.

Fyrsta spurningin hafi verið hvers vegna sótt sé um stöðuna. Í minnispunktum frá viðtalinu við kæranda séu tekin fram svör hennar við þeirri spurningu en þetta sé ekki tekið fram sérstaklega hjá D en virðist þar farið beint í aðra spurningu.

Önnur spurningin laut að því hvernig sérfræðináminu hafi verið háttað og hver væru helstu áhugasvið innan sérgreinarinnar. Þetta komi nákvæmlega fram í löngum inngangi um menntun og störf D. Algjörlega sleppt í tilfelli kæranda og rekur því kærandi í athugasemdum sínum hvernig hennar sérfræðinámi var háttað og tekur fram að hún hafi byrjað á að ljúka sérfræðinámi í lyflækningum sem taki fimm ár í Svíþjóð þar sem kærandi hafi fengið metin tvö af þeim tveimur og hálfa ári sem hún hafði starfað á Íslandi eftir lækningaleyfi (sem deildarlæknir á lyflækningadeildum og svæfingu og gjörgæsludeild), áður en kærandi hafi farið til Svíþjóðar, þar hafi það tekið kæranda þrjú ár til viðbótar að klára þennan hluta sérnámsins. Síðan hafi það tekið aftur þrjú ár að ljúka sérfræðinámi í meltingarlækningum og kærandi hafi síðan unnið í eitt ár sem sérfræðingur í meltingarlækningum á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg áður en hún flutti aftur til Íslands í janúar 2007. Að minnsta kosti helmingur af þessum fjórum árum á meltingarlækningadeildinni hafi verið helgaður lifrarlækningum. Kærandi hafi verið spurð eftir þessum atriðum og sérstaklega sérfræðiprófi, það eigi ekki við þar sem kærandi hafi verið í sérfræðinámi, þ.e. í Svíþjóð þar sækir viðkomandi um sérfræðiviðurkenningu þegar öllum skilyrðum heilbrigðisráðuneytisins sé náð, sem séu í stuttu máli tími í sérnámi, námskeið sem hafi verið sótt og að viðkomandi hafi tileinkað sér öll þau atriði sem krafist sé og vottað af handleiðara, yfirlækni og kennslustjóra á viðkomandi sviði háskólasjúkrahússins. Tekið sé fram að D sé skráður í bandarískt sérfræðipróf í lifrarlækningum, hann hafði sem sagt ekki lokið því á þessum tímapunkti, en hvorki sé skráð um doktorsnám kæranda né að dagsetning doktorsvarnarinnar lægi fyrir. Tekið sé fram hvað margir sérfræðilæknar unnu með D, en kærandi hafi einnig fengið þessa spurningu, 13 sérfræðingar hafi starfað á meltingardeildinni á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu og þar af hafi fimm unnið sérstaklega með lifrarsjúkdóma en þetta hafi ekki verið skráð.

Af hálfu Landspítala hafi verið tekið fram að D hafi hlotið alhliða þjálfun á sviði lifrarlækninga og að lifrarígræðslur væri framkvæmdar á sjúkrahúsinu, 20–45 á ári. Á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu þar sem kærandi starfaði í sjö ár séu framkvæmdar 50–60 lifrarígræðslur á hverju ári. Jafnframt hafi Landspítali tekið fram að D hafi gert ómstýrðar lifrarástungur. Kærandi hafi einnig fengið þessa spurningu en svarið sé hvergi skráð. Eins og kærandi hafi sagt í viðtalinu hafði hún vanist því að lifrarástungur væru gerðar af meltingarlæknunum ómstýrt á legudeildinni yfirleitt ekki fleiri en ein á hverjum virkum degi, þannig yfirleitt tvær til fimm á viku og kærandi sjálf komin með góða reynslu í þessum inngripum og hafði leiðbeint öðrum læknum í sérnámi við að gera ómstýrðar lifrarástungur. Kæranda hafði skilist í viðtalinu að þessi reynsla hennar skipti ekki mjög miklu máli á Landspítala þar sem hefð væri fyrir því að lifrarástungur á sjúkrahúsinu væru framkvæmdar ómstýrt af sérfræðingum í röntgenlækningum á röntgendeildinni. Kæranda hefði þó þótt eðlilegt að taka þessa reynslu hennar fram í minnispunktum þar sem það hafði verið gert hjá D.

Þá hafi Landspítali tekið fram að D sæki þing á sviði lifrarlækninga. Kærandi viti ekki hversu mörg þing D hafði sótt en eins og fram kom í framlögðum gögnum hafði kærandi sótt fjögur ársþing bandarískra meltingarlækna, þrjú norræn meltingarlæknaþing og tvö evrópsk lifrarlæknaþing og sótt fleiri sænsk námskeið í lifrarsjúkdómum eins og fram kom í umsóknargögnunum.

Landspítali hafði spurt um reynslu af meðferð og eftirliti IBD sjúklinga og reynslu af TPN. Tekið var fram að kærandi hefði almenna reynslu af að fást við IBD sjúklinga en D hafi góða þjálfun í meltingarlækningum almennt, þar með talið í meðferð IBD sjúklinga. Auk þess sem hann hafi breiða menntun í almennum lyflækningum og væri tilbúin að taka þátt í slíkri vinnu. Kærandi tekur fram að í viðtalinu hafi töluvert verið rædd reynsla hennar af því að hafa starfað í eitt og hálft ár í 60% stöðuhlutfalli sem sérfræðingur í almennum lyflækningum á slysa- og bráðamóttöku Landspítala og hafði þar fyrst og fremst sinnt almennum lyflækningum en einnig í minna mæli slysalækningum og taldi sig þannig hafa sýnt að hún væri tilbúin að taka þátt í slíkri vinnu sem byggði á breiðri menntun í almennum lyflækningum en þetta hafi ekki verið tekið fram í minnispunktunum. Ekkert er tekið fram um svör D við reynslu af TPN en svör kæranda við því skráð en ekki rétt eftir kæranda haft að í Svíþjóð sjái næringarfræðingar um þessa meðferð heldur sé það ætíð samvinna læknis sem er ábyrgur fyrir sjúklingi og næringarfræðings.

Þá hafi Landspítali spurt um reynslu af speglunum og speglanainngripum. Kærandi hafði lokið prófi í speglunum (maga- og ristilspeglunum). Spurt hafði verið sérstaklega um speglanainngrip og þar kom fram reynsla kæranda af því að fjarlægja sepa. Kærandi hafi verið spurð sérstaklega eftir reynslu hennar af mikilvægu inngripi til að koma í veg fyrir og stöðva alvarlegar blæðingar frá vélinda sem eru mögulegir fylgikvillar krónískra lifrarsjúkdóma og skorpulifur, þetta inngrip kallist á ensku variceal ligation. Þetta er ekki skráð en kærandi hafi rakið reynslu sína og tjáð hvernig hún taldi æskilegt að staðið yrði að málum og hún lýst sig tilbúna til þátttöku. Kærandi fái ekki séð á minnispunktunum að D hafi verið spurður um reynslu af speglunum eða speglanainngripum eða um variceal ligation sérstaklega eins og kærandi hafi verið spurð um.

Nefnt er að kærandi hefði ekki haft svör á reiðum höndum varðandi áætlanir um framtíðarrannsóknir. Kærandi tiltekur að þetta gæti hafa virst óljóst, viðtalið var 6. maí 2008 en doktorsvörn hennar fór fram í Gautaborg 28. maí 2008 og því hafi verið kæranda efst í huga sá sjúklingahópur sem doktorsritgerðin fjallaði um, þ.e. sjúklingar með skorpulifur. Kærandi hafi talað um gagnabanka og um mikilvægi framvirkra rannsókna á þessum sjúklingahópi. Reynslan sem fæst af doktorsnámi og -prófi með tilliti til rannsóknarvinnu og úrvinnslu gagna og framsetningu þeirra kemur auðvitað að notum á fleiri sviðum.

Jafnframt hafi verið spurt um framtíðarsýn um það hvernig meltingarlækningar muni þróast á Landspítalanum. Kærandi hafði ekki unnið við deildina á Landspítalanum, aðeins leyst af á speglunardeildinni í einn mánuð, í maí 2007, og hafði engar athugasemdir eftir þá reynslu heldur fannst skipulagið mjög gott á þeirri deild. Kærandi taldi að viðkomandi þyrfti að kynnast starfseminni áður en unnt væri að koma með miklar hugmyndir til úrbóta. Kærandi hafi tekið fram að hún hefði unnið að skipulagningu á göngudeild fyrir lifrarsjúklinga á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu og gæti hugsað sér að koma að því á Landspítalanum. Kærandi hafi tekið fram í viðtalinu mikilvægi á góðri samvinnu lyf- og skurðlækna fyrir meltingarsjúklinga og hún sjái í minnispunktum frá viðtalinu við D að hann hafi einnig talið mikilvægt að þessar sérgreinar hefði gott samráð með tilliti til lifrarígræðslna (lifrarígræðslunefnd) og lifrar- og gallvegaæxla. Þetta sé eitt af þeim atriðum sem kærandi hafi reiknað með að væru í góðum farvegi á Landspítala, og eins og fram kemur í áður framlögðum gögnum voru lifrarígræðslufundir vikulega á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu þar sem teknar voru ákvarðanir um hvaða sjúklingar væru á biðlista eftir lifrarígræðslu og forgangsraðað á listanum. Þau fjögur ár sem kærandi hafi unnið á meltingarlækningadeildinni sat hún yfirleitt þessa fundi, fyrstu árin sem lærdómsrík námstilfelli og þar sem hún kynnti sjúklinga fyrir sérfræðingum í teyminu til ákvörðunar og síðasta árið sem hluti af ákvörðunarteyminu.

Að lokum var tekið fram í lok minnispunkta frá stöðuviðtölunum sem kærandi muni þó ekki eftir að hafi verið talað um í viðtalinu hvort lögð hefðu verið fram meðmælabréf. Tekið var fram að D hafi lagt fram gríðarlega sterkt meðmælabréf frá samstarfsaðilum í Bandaríkjunum en að kærandi hafi ekki lagt fram meðmælabréf. Kærandi tekur fram að þetta sé rétt og hafi verið hugsunarleysi af sinni hálfu. Kærandi hafði hins vegar talið að mikilvægast væri að leggja fram þá menntun og reynslu sem hún hefði og að hún sem starfskraftur og eiginleikar hennar sem læknis og samstarfsaðila væri ekki alveg ókunnug þeim sem tóku ákvörðun um stöðuna. Þarna telur kærandi einnig að komi fram munur varðandi skráningu, D hafi lagt fram gríðarlega sterkt meðmælabréf, B lagði fram meðmælabréf, ekkert tekið fram um C en tekið fram að kærandi hafi ekki lagt fram meðmælabréf.

 

IV.

Sjónarmið Landspítala

Landspítali mótmælir því sem fram kemur í lýsingu kæranda á kæruefni um að á Landspítala hafi hlutfall karla og kvenna meðal sérfræðinga á sviði meltingarlækninga verið sex karlmenn á móti einni konu fyrir umrædda ráðningu. Hið rétta sé að á þeim tímapunkti sem hér um ræði hafi fimm sérfræðilæknar á meltingarlækningadeild verið karlmenn, í að meðaltali 80% starfshlutfalli, og ein kvenkyns sérfræðilæknir í 100% starfshlutfalli. Landspítalinn bendir á að ástæður þessa hafi verið að framboð á kvenkyns sérfræðingum í meltingarlækningum hafi verið mun minna en á karlkyns sérfræðingum og rekur dæmi um ráðningar á síðustu tíu árum þar sem karlmenn hafi verið í miklum meirihluta umsækjenda.

Landspítali bendir á að kærandi haldi því fram að umræddar ráðningar hafi ekki verið í samræmi við mat stöðunefndar læknaráðs Landspítala og vísi í því sambandi til þess að þeir umsækjendur sem fengið hafi fæst stig samkvæmt mati stöðunefndar hafi verið ráðnir. Í lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, sé kveðið á um hlutverk læknaráðs en það sé að vera forstjóra og framkvæmdastjórn spítalans til ráðuneytis um fagleg atriði. Stöðunefnd læknaráðs starfi á vegum læknaráðs Landspítala. Stöðunefnd læknaráðs beri að leggja „reglur og leiðbeiningar fyrir stöðunefnd læknaráðs um stöðuveitingar á Landspítala“ til grundvallar álitum sínum. Í því stöðunefndaráliti sem liggi fyrir í máli þessu geri stöðunefndin tilraun til að meta til stiga rannsóknir og kennslustörf umsækjenda í samræmi við fyrrnefndar reglur og leiðbeiningar. Í auglýsingu um starf sérfræðings við meltingarlækningadeild hafi einungis verið tekið fram að æskilegt væri að umsækjandi hefði reynslu á sviði kennslu og vísindastarfa. Ekki sé því eðlilegt að láta stigafjölda um atriði sem ekki sé gerð krafa um í auglýsingu vera ráðandi þátt í hæfnismati umsækjenda. Í auglýsingunni hafi hins vegar verið gerð krafa um víðtæka þjálfun og þekkingu á öllum meginþáttum meltingarfæralækninga en stöðunefnd læknaráðs meti slík atriði ekki til stiga, sbr. fyrrnefndar reglur. Órökrétt hefði verið að líta eingöngu til stigagjafar stöðunefndar um afmarkaða þætti í umsóknum umsækjenda þegar álit nefndarinnar sé skoðað með tilliti til hæfni umsækjenda en allir umsækjendur hafi að mati stöðunefndar læknaráðs verið metnir hæfir til að gegna umræddu starfi. Því fái fullyrðing kæranda þess efnis að umræddar ráðningar hafi ekki verið í samræmi við mat stöðunefndar ekki staðist.

Í auglýsingu um starfið hafi komið fram að ákvörðun um ráðningu byggðist einnig á viðtölum við umsækjendur. Ráðningarviðtölin hafi yfirlæknir á viðkomandi deild og sviðsstjóri lyflækningasviðs I tekið. Fyrirfram ákveðnar spurningar hafi verið lagðar fyrir alla umsækjendur auk annarra spurninga. Atriði sem fram komu í ráðningarviðtölunum hafi haft úrslitaáhrif á ákvörðun ráðningarvaldshafa um ráðningu í stöðuna.

Tekur Landspítali fram að B hafi lagt fram vel ígrundaðar og útfærðar hugmyndir um hvernig stofna mætti IBD (þarmabólgusjúkdómar) göngudeild á Landspítala. Meðan á sérnámi hans stóð hafi hann dvalist í þrjá mánuði á University of Chicago og starfað þar undir handleiðslu Stephen Hanauer sem hafi verið frumkvöðull í rannsóknum og meðferð á IBD síðustu 20 ár. B hafi síðan snúið aftur til Wisconsin og stofnaði þar IBD göngudeild við University of Wisconsin. Þá deild hafi hann rekið í þrjú og hálft ár og þjónað erfiðum tilfellum hvaðanæva úr Wisconsin-fylki. Hann hafi einnig haft umsjón með vikulegum IBD fræðslufundum og tekið þátt í fjölmörgum klínískum rannsóknum.

Áætlanir um göngudeild á Landspítala fyrir sjúklinga með IBD hafi formlega verið lagðar fram árið 2003. Í þarfagreiningu um húsnæði fyrir IBD göngudeild og samhliða sé lögð fram tillaga um stomadeild sem skarast við IBD deild. Þarfagreiningin hafi verið unnin undir stjórn S yfirlæknis að beiðni svokallaðs SS hóps, sem skipaður hafi verið af framkvæmdastjórn spítalans í þeim tilgangi að skipuleggja þróunarverkefni á meltingarlækningadeild Landspítala. IBD sjúklingum hafi fjölgað á Íslandi og hafi nýir meðferðarmöguleikar komið fram. Þessi starfsemi hafi þróast á göngudeild 10E og á legudeild 13E. Nú sé svo komið að Landspítali hafi mjög mikla þörf fyrir sérfræðing með nýja menntun á þessu sérsviði. Enginn annar umsækjenda hafi reynslu eða hæfni sem jafnist á við þá sem B hafi á þessu sviði.

Í auglýsingu um umrætt starf hafi komið fram að leitað var meðal annars eftir þekkingu og reynslu í ígræðslulifrarlækningum og meðferð á lifrarbólgu C. D hafi auk viðamikillar reynslu í meðferð sjúklinga með lifrarbólgu B og C mikla reynslu og formlega þjálfun í ígræðslulifrarlækningum. Hann hafi fengið mikla þjálfun í sínu almenna sérnámi í lifrarlækningum auk þess hafi hann bætt við sig sérfræðinámi í lifrarlækningum þar sem ein megináherslan sé meðferð og eftirlit sjúklinga með ígrædda lifur. Þetta sérnám sé kallað „Transplant Hepatology Fellowship“. Slíkt nám sé undanfari sérfræðiprófs í „Transplant Hepatology“ (ígræðslulifrarlækningum) sem síðan leiðir til sérfræðiviðurkenningar í ígræðslulifrarlækningum í Bandaríkjunum. D hafi lokið prófinu og hlotið slíka sérfræðiviðurkenningu þar í landi. Ljóst hafi verið að eftirlit og meðferð sjúklinga með lifrarbólgu C og eftirlit með sjúklingum með ígrædda lifur myndi verða hluti af þeim verkefnum sem auglýst 100% staða hafi átt að leysa. Enginn umsækjenda hafi haft sambærilega reynslu og D af meðferð sjúklinga með lifrarbólgu C eða reynslu af eftirliti og meðferð sjúklinga með ígrædda lifur. Að auki hafi D víðtæka reynslu í greiningu og meðferð lifrarsjúkdóma. Hann hafi lokið þriggja ára sérfræðinámi í meltingarlækningum á meltingarlækningadeild University of Iowa Hospitals and Clinics. D hafi víðtæka reynslu í öllum þáttum lifrarlækninga, svo sem fyrir- og eftirmeðferð á sjúklingum sem fari í lifrarígræðslu. Það hafi verið mat ráðningarvaldshafa að D væri hæfastur umsækjenda hvað varði þennan þátt auglýsingarinnar. Til viðbótar komi að hann hafi sérstaklega verið valinn og styrktur í sitt fellowship af American Association for the Study of Liver Disease og fengið styrk og viðurkenningu; Advanced Hepatology Fellowship Award. Í ráðningarviðtalinu hafi lagt fram mótaðar og skýrar hugmyndir um uppbyggingu og skipulag lifrarlækninga á Íslandi sem og rannsóknaráform. Jafnframt hafi komið fram raunhæf framtíðarsýn á öllu sem lúti að þróun og viðbrögðum við lifrarsjúkdómum á heimsvísu og hvernig rökrétt væri að nýta þá þekkingu á Landspítala en tilfallandi skortur hafi verið á slíkri framtíðarsýn á þessu sviði á Landspítala.

Telur Landspítali ákveðins misskilnings gæta hjá kæranda með að C hafi verið ráðinn í hluta af umræddri stöðu meltingarsérfræðings á grundvelli auglýsingar um stöðuna. C hafi verið í 5% starfshlutfalli á meltingarlækningadeild Landspítala síðan 1. janúar 2007. Í september 2008 hafi hann aukið starfshlutfall sitt á meltingarlækningadeild upp í 20% á sama tíma og annar sérfræðilæknir á deildinni hafi lækkað starfshlutfall sitt. C hafi sinnt speglunaraðgerðum á meltingarlækningadeild sem sé vaxtabroddur í meltingarlækningum og skurðlækningum. Hér hafi ekki verið um „nýtilkomna 20% stöðu“ að ræða auk þess sem ekki hvíli auglýsingaskylda á umræddri tilhögun.

Landspítalinn kveðst hafa jafnréttisstefnu spítalans að leiðarljósi við ráðningar og henni verið fylgt í umræddu máli en um ráðningar segi: „Laust starf á LSH skal standa opið jafnt körlum og konum. LSH stuðlar að jafnari kynjaskiptingu innan starfsstétta sjúkrahússins, á öllum stigum starfseminnar.“ Undanfarin misseri hafi einungis konur verið ráðnar í sérfræðingsstöður á öllum deildum lyflækningasviðs I, fyrir utan umræddar ráðningar. Í sumum tilvikum hafi konur verið ráðnar í þrjár nýjustu sérfræðingsstöður sem losnað hafi á einstakri deild. Þessu til viðbótar megi nefna að frá sameiningu spítalanna í Landspítala-háskólasjúkrahús, þ.e. frá árinu 2000, hafi sjö karlmenn verið ráðnir í sérfræðingsstöður á lyflækningasviði I á móti 15 konum.

Bendir Landspítali á að við ráðningar beri stjórnendum að leggja faglegt mat á þörf deildarinnar. Slíkt mat hafi eðlilega áhrif á hæfnismat við ráðningar. Það rúmist fyllilega innan stjórnunarréttar vinnuveitanda að ákveða hvaða menntunar-, hæfnis- og reynslukröfur séu gerðar til starfsmanna í hverju tilviki og meta hvaða þættir vegi þyngra en aðrir út frá þörfum starfseminnar. Í því tilviki sem hér um ræði hafi ákvörðun um ráðningu ráðist á þörfum meltingarlækningadeildar Landspítala á sviði IBD og á undirsviði lifrarsjúkdóma sem sé lifrarígræðslulækningar og meðferð á lifrarbólgu C, en öll þessi atriði hafi komið fram í auglýsingu um starfið. Í umræddu tilviki sé enginn vafi á því að þeir umsækjendur sem ráðnir hafi verið í starf meltingarsérfræðings hafi uppfyllt þarfir deildarinnar betur en hinir umsækjendurnir og talist því hæfastir umsækjenda.

Í viðbótarathugasemdum Landspítala kemur fram að kærunefndin hafi óskað eftir nánari upplýsingum um ráðningarviðtöl við umsækjendur. Í tengslum við yfirferð á minnispunktum viðtalanna vekur Landspítali athygli á að kærandi hafi fyrst og fremst komið til álita í umrædda stöðu vegna þekkingar á lifrarsjúkdómum. Af þeim sökum sé samanburðurinn við D veigamestur. Kærandi hafi ekki haft teljandi reynslu á tveimur sviðum þar sem sérstaklega hafi verið leitast eftir reynslu, þ.e. meðferð lifrarþega og sjúklinga með lifrarbólgu C. Kærandi hafi ekki staðist samanburð við D að þessu leyti. Jafnframt hafi hugmyndir, rannsóknir og framtíðarsýn kæranda ekki þótt standast samanburð við aðra umsækjendur. Að lokum bendir Landspítali á að kærandi hafi ekki lagt fram nein meðmælabréf.

Vegna stöðumats læknaráðs sem mat stig þeirra einstaklinga sem ráðnir voru lægri en kæranda þá er það staðhæft af kæranda að spítalinn hljóti að þurfa að sanna að hann hafi ekki gengið framhjá hæfari umsækjanda. Landspítali rekur þau hæfisskilyrði sem fram koma í auglýsingunni um starfið og tiltekur að stigagjöf stöðunefndar sé aðeins einn af mörgum þáttum sem eru notaðir við mat á umsækjendum. Allir umsækjendur höfðu víðtæka þjálfun og þekkingu á öllum meginþáttum meltingarfæralækninga. Það sé rétt að kærandi hafi fengið hærra stigamat frá stöðunefnd varðandi kennslu og rannsóknir. Umsækjendurnir sem ráðnir voru höfðu engu að síður meiri reynslu á þeim sérsviðum sem tilgreind voru í auglýsingunni. Fyrir það séu engin „stig“ gefin. Litið hafi verið til meðmælabréfa sem og frammistöðu umsækjanda í viðtali en allir umsækjendur fengu sömu spurningar. Starfsauglýsingin og ráðningin hafi fyrst og fremst tekið mið af þörfum Landspítala fyrir sérhæfða starfskrafta á meltingardeild. Þarfir spítalans, sem ráðast af þörfum samfélagsins, hljóti að skipta lykilmáli við mat á umsækjendum þegar ráðið sé í sérfræðingsstöður á helsta sjúkrahúsi landsins. Að mati stjórnenda á spítalanum og ráðningarvaldshafa hafi þörf spítalans í umræddu tilviki verið óumdeild, þ.e. reynsla á tilteknum sérsviðum fræðigreinarinnar, og það sé meðal annars ástæðan fyrir því að ákveðið hafi verið að skipta stöðunni.

Landspítalinn tekur fram að það hafi verið mikil framþróun í meltingarfæralækningum, eins og öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, sem hafi leitt til aukinnar sérhæfingar innan fræðigreinarinnar. Meltingarlæknar hafi almennt sérhæft sig á ákveðnum sviðum eða undirgreinum innan sérgreinarinnar. Sem dæmi um slíka sérhæfingu innan meltingarfæralækninga sé meðferð lifrarsjúkdóma (lifrarlækningar, „hepatology“), meðferð sjúklinga með þarmabólgusjúkdóma og sérhæfðar speglanir og speglanainngrip. Innan meltingarfæralækninga á Landspítala hafi verið brýnust þörf á fleiri læknum með klíníska reynslu og sérþekkingu á þessum sviðum og því hafi sérstaklega verið kallað eftir slíkri reynslu í auglýsingu. Kærandi hafi í umsókn sinni og viðtali lagt megináherslu á nám sitt og reynslu í lifrarsjúkdómum og komið því til álita vegna þess, en ekki vegna almennrar þekkingar á meðferð sjúklinga með þarmabólgusjúkdóma eða reynslu í speglanainngripum.

Í umræddri starfsauglýsingu hafi á sviði lifrarsjúkdóma verið sérstaklega kallað eftir reynslu í lifrarígræðslu og meðferð lifrarbólgu C. Ástæðan sé sú að lifrarígræðslur og meðferð veirulifrarbólgu eru tveir meginvaxtarbroddar lifrarlækninga og aðalástæða þess að lifrarlækningar hafa víða á erlendum sjúkrahúsum stöðu sérgreinar. Ljóst hafi verið að meginþunginn í starfi þess læknis sem ráðinn yrði vegna sérþekkingar á lifrarsjúkdómum yrði á þessum sviðum. Eftirlit og meðferð sjúklinga með ígrædda lifur sé afar sérhæfð og flókin og krefst mikillar sérþekkingar og reynslu, meðal annars í ónæmisbælandi lyfjameðferð og meðferð langvinnra fylgikvilla líffæraígræðslu. Slíkum sjúklingum fari fjölgandi á Íslandi. Lyfjameðferð við lifrarbólgu C sé erfið og flókin og krefjist einnig mikillar reynslu og sérþekkingar. Sjúklingum með lifrarbólgu C fari ört fjölgandi hér á landi.

Landspítali bendir á að kærandi hafi ekki reynslu af eftirliti og meðferð sjúklinga með ígrædda lifur. Á sjúkrahúsinu þar sem hún hafi verið við nám hafi slíkt eftirlit verið í höndum skurðlækna. Reynsla hennar af lifrarígræðslu felist einungis í umönnun slíkra sjúklinga fyrir ígræðsluaðgerð. Auk þess hafi kærandi ekki haft marktæka reynslu í lyfjameðferð sjúklinga með lifrarbólgu C. Á sjúkrahúsinu þar sem hún var við nám hafi slík meðferð verið í höndum smitsjúkdómalækna. D hafði meiri reynslu á tveimur af veigamestu sviðum lifrarlækninga en kærandi og þótti því hæfari til að gegna hinu auglýsta starfi.

Með vísan til alls framanritaðs er það afstaða Landspítala að ekki hafi verið brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga gagnvart kæranda í máli þessu.

Landspítali tekur fram að kærandi hafi gert ítarlegar athugasemdir við innihald, uppsetningu og orðaval í minnispunktum um stöðuviðtölin. Tekur Landspítalinn fram að umræddir minnispunktar séu einungis punktar úr því helsta sem fram hafi komið í viðtölum við umsækjendur. Þeir séu ekki tæmandi upptalning á því sem fram kom í viðtölunum.

 

V.

Niðurstaða

Í 1. mgr. 1. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, kemur fram að markmið laganna er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laganna er atvinnurekendum óheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kynferðis. Sama gildir um stöðuhækkanir, stöðubreytingar, endurmenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsmanna. Ef leiddar eru líkur að beinni eða óbeinni mismunun vegna kynferðis, meðal annars við ráðningu, skal atvinnurekandi sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun hans, sbr. 4. mgr. 26. gr. laganna. Við mat á því hvort ákvæði 4. mgr. 26. gr. hafi verið brotið skal taka mið af menntun, starfsreynslu, sérþekkingu eða öðrum sérstökum hæfileikum sem krafa er gerð um í viðkomandi starfi samkvæmt lögum eða reglugerðum eða telja verður annars að komi að gagni í starfinu. Verkefni kærunefndar jafnréttismála er að taka erindi til meðferðar og kveða upp skriflegan úrskurð um hvort ákvæði laga þessara hafi verið brotin, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna.

Í kæru sinni til nefndarinnar fer kærandi þess á leit að nefndin fjalli um og taki afstöðu til þess hvort brotið hafi verið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er ráðið var í stöðu sérfræðilæknis á meltingarlækningadeild Landspítala, þar sem tveir karlkyns umsækjendur hafi verið teknir fram yfir kæranda sem sé kona. Ákvörðun um ráðninguna var tekin í maímánuði 2008 en þá hafi verið ákveðið að skipta stöðunni í tvær 40% hlutastöður.

Af hálfu kæranda er á því byggt að hún hafi hlotið hærra stigamat hjá stöðunefnd læknaráðs Landspítala en þeir karlkyns umsækjendur sem ráðnir voru. Telur kærandi að ráðningarnar hafi ekki verið í samræmi við stöðumatið. Þá hafi ekkert verið tekið tillit til þess sem fram hafi komið í auglýsingu um stöðuna að æskilegt væri að umsækjandi hefði reynslu af kennslu og vísindastörfum, en í því sambandi benti kærandi meðal annars á að aðeins tveir umsækjendur hafi haft doktorspróf, þ.e. báðir kvenkyns umsækjendurnir. Í þessu sambandi benti kærandi einnig á að Landspítalinn væri eina háskólasjúkrahúsið hér á landi. Samkvæmt þeim reglum og leiðbeiningum sem gildi um álit stöðunefndar beri að leggja áherslu á vísinda- og kennslustörf sem telja megi mikilvægan þátt þegar ráðið er í sérfræðingsstöðu á eina háskólasjúkrahúsinu á landinu. Háskólastofnanir leggi jafnan mikla áherslu á að ráða fólk sem hefur lokið doktorsprófi, en í umræddu tilviki virðist það ekki hafa skipt máli.

Undir rekstri málsins fyrir kærunefnd taldi kærandi ekki tilefni til að gera athugasemd við ráðningu annars karlkynsumsækjandans, en sá taldist hafa sérstaka þekkingu og reynslu í meðferð á þarmabólgusjúkdómum (IBD), en það var eitt af þeim undirsviðum sem talin voru upp í auglýsingunni að æskilegt væri að umsækjandi hefði sérstaka reynslu af.

Á hinn bóginn féllst kærandi ekki á þau rök sem Landspítalinn færði fram fyrir ráðningu í hina hlutastöðuna. Í því sambandi benti kærandi á að í auglýsingu vegna stöðunnar hafi verið talið æskilegt að viðkomandi hefði sértæka reynslu á tilteknum sviðum, en á sama hátt hefði verið talið æskilegt í auglýsingu að viðkomandi hefði reynslu af kennslu og vísindastörfum. Mismunandi mat hafi því við ráðninguna verið lagt á æskilega hæfnisþætti eins og þeir voru skilgreindir í auglýsingunni. Taldi kærandi, með tilliti til reynslu sinnar og þekkingar, að engan veginn hefði verið sýnt fram á að karlkynsumsækjandi sem ráðinn var í aðra hlutastöðuna hafi haft meiri reynslu af greiningu og meðferð lifrarsjúkdóma eða uppfyllt betur þær kröfur sem gerðar voru í auglýsingu en kærandi.

Af hálfu kæranda var einnig gerð athugasemd við það að starfshlutfall þriðja karlkynsumsækjandans hafi verið aukið á svipuðum tíma úr 5% í 20%. Vísar kærandi til þess að í auglýsingu vegna stöðunnar hafi verið tekið fram að staðan gæti verið 80–100% staða, en til greina kæmi að skipta henni í hlutastöður. Tveir karlkyns umsækjendur hafi verið ráðnir í 40% stöður en stöðuhlutfall eins hefði verið aukið úr 5% í 20%. Taldi kærandi að ekki hefðu komið fram fullnægjandi skýringar á umræddri breytingu á stöðuhlutfallinu, en bent var á að það hlutastarf hafi ekki verið auglýst sérstaklega.

Í rökstuðningi Landspítala vegna ráðningar í stöðurnar kom fram að talið var að allir umsækjendur hefðu verið vel hæfir til að gegna stöðunni. Við ákvörðun um skiptingu stöðunnar og ráðningu í hlutastöðurnar hafi hins vegar verið sóst eftir reynslu í lifrarsjúkdómum, lifrarígræðslu, meðferð á lifrarbólgu C og sérhæfðum speglunum og inngripum og umönnun sjúklinga með þarmabólgusjúkdóma. Sérstaklega hafi þannig verið tekið tillit til hæfni og reynslu sem áskilin hafi verið í auglýsingunni. Sá karlmaður sem kærandi beri sig saman við hafi haft víðtæka reynslu í greiningu og meðferð lifrarsjúkdóma, en viðkomandi hefði lokið þriggja ára sérfræðinámi í meltingarlækningum, og stundað nám í lifrarlækningum með áherslu á ígræðslulækningar. Þá hafi viðkomandi haft reynslu í fyrir- og eftirmeðferð á sjúklingum sem fara í lifrarígræðslu og mikla reynslu af meðferð á lifrarbólgu B og C. Enginn umsækjenda hefði uppfyllt betur þennan þátt í auglýsingunni.

Að því er varðar mat stöðunefndar bendir Landspítalinn á að stöðunefnd meti eingöngu til stiga rannsóknir og kennslustörf umsækjenda í samræmi við reglur nefndarinnar og leiðbeiningar sem fyrir liggja, en í auglýsingu um stöðu sérfræðings hafi einungis verið talið að reynsla á sviði rannsókna og kennslu væri æskileg. Ekki hafi því verið talið eðlilegt að láta stigafjölda vera ráðandi þátt í hæfismati umsækjenda. Í auglýsingunni hafi verið gerð krafa um víðtæka þjálfun og þekkingu á öllum meginþáttum meltingarfæralækninga en stöðunefnd meti ekki slíka þætti til stiga.

Í auglýsingu vegna umræddrar stöðu sérfræðings við meltingarlækningadeild Landspítala var tekið fram að um væri að ræða 80–100% stöðuhlutfall, en til greina kæmi að skipta stöðunni upp í tvær 40–50% stöður. Í auglýsingunni var gerð krafa um sérfræðiviðurkenningu í almennum lyflækningum og meltingarfæralækningum auk víðtækrar þjálfunar og þekkingar á öllum meginþáttum meltingarfæralækninga. Þá kom fram að sérstök reynsla á eftirfarandi sviðum (einu eða fleirum) væri æskileg; alhliða reynsla í lifrarsjúkdómum, þar með talið lifrarígræðsla og meðferð lifrarbólgu C, sérhæfðum speglunum og inngripum og umönnun sjúklinga með þarmabólgusjúkdóma (IBD). Tekið var fram að starfið fælist einkum í klínískri þjónustu við sjúklinga með meltingarsjúkdóma á legudeildum sjúkrahússins, speglunardeildum, göngudeild og ráðgjöf. Þá var gert ráð fyrir þátttöku í kennslu og vísindastörfum og því væri reynsla á þeim sviðum æskileg.

Af auglýsingunni má ráða að auk almennra krafna til viðkomandi sérfræðings væri talið æskilegt að umsækjendur hefðu sértæka reynslu í ákveðnum undirsviðum, svo sem að framan er rakið. Af hálfu Landspítala er til þess vísað að þegar ákveðið var að ráða í umrædda sérfræðingsstöðu hafi verið greind þörf fyrir reynslu og þekkingu á slíkum sviðum og af þeim ástæðum hafi meðal annars verið ráðgert að skipta mætti stöðunni í hlutastörf, til að mæta þeirri þörf sem talin var á tiltekinni reynslu og þekkingu innan deildarinnar á þeim tíma sem um ræðir.

Í umsögn Landspítala er þess getið, að því er varðar þann umsækjanda sem kærandi ber sig saman við, að sá hafi haft sérstaka reynslu í lifrarígræðslu og meðferð lifrarbólgu C. Þau undirsvið séu mjög mikilvæg á sviði lifrarlækninga og hafi til að mynda víða á erlendum spítölum stöðu sérgreinar. Meginþungi í starfi þess læknis sem ráðinn yrði vegna sérþekkingar á lifrarsjúkdómum yrði á þessum sviðum. Þá var á það bent að eftirlit og meðferð sjúklinga með ígrædda lifur sé afar sérhæfð og flókin, þótt fjöldi slíkra sjúklinga sé ekki mikill. Að því er varðar meðferð vegna lifrarbólgu C sé einnig krafist mikillar reynslu og sérþekkingar, en sjúklingum með lifrarbólgu C fari mjög fjölgandi. Kærandi hafi hins vegar ekki haft reynslu af eftirliti sjúklinga með ígrædda lifur, en reynsla hennar hafi verið bundin við slíka sjúklinga fyrir ígræðsluaðgerð. Þá hafi kærandi ekki haft marktæka reynslu í lyfjameðferð sjúklinga með lifrarbólgu C, en á sjúkrahúsi því sem kærandi hafi starfað hafi sú meðferð fallið undir aðra sérgrein.

Með vísan til framangreinds og þeirrar sértæku reynslu og þekkingar sem þeir höfðu, sem ráðnir voru í hlutastörfin, má fallast á það með Landspítala að þeir hafi uppfyllt best þann áskilnað sem í auglýsingunni var gerður að því er framangreind svið varðar.

Í auglýsingu vegna stöðunnar kom fram að starfið fælist einkum í klínískri þjónustu við sjúklinga með meltingarsjúkdóma á legudeildum sjúkrahússins, speglunardeildum, göngudeild og ráðgjöf, en jafnframt kom fram að gert væri ráð fyrir þátttöku í kennslu og vísindastörfum og því væri reynsla á þeim sviðum æskileg. Telja verður með tilliti til þess sem fram kom í niðurstöðu stöðunefndar að kærandi hafi, að því er kennslu og vísindastörf varðar, talist hæfari en sá sem kærandi ber sig saman við. Þar fékk kærandi mun fleiri stig fyrir ritstörf og rannsóknir og fyrir kennslu en sá sem ráðinn var, auk þess sem kærandi hafði lokið doktorsprófi.

Fyrir liggur í máli þessu að almennt sé gert ráð fyrir þátttöku sérfræðinga Landspítala í kennslu og vísindastörfum innan spítalans og að slíkt sé hluti af starfsskyldum þeirra. Mismunandi er þó hvað einstakir sérfræðingar hafa miklar skyldur í þessum efnum, meðal annars með tilliti til mönnunar deilda að öðru leyti og hvernig deild er talin geta sinnt skyldum sínum að því er þessa þætti varðar. Þótt í auglýsingunni hafi komið fram að æskilegt væri að umsækjandi hefði reynslu af kennslu og rannsóknarstörfum, og í því sambandi sé notað sambærilegt orðalag og varðandi áskilnað varðandi sérstaka reynslu á tilteknum undirsviðum meltingarfæralækninga, verður ekki talið ómálefnalegt, meðal annars með tilliti til þess sem fyrir liggur varðandi mönnun deildarinnar á þeim tíma sem um ræðir, og þeirrar áherslu sem lögð var á sérstaka reynslu á tilvísuðum undirsviðum, að gefa þeirri reynslu meira vægi við ráðningu í umrædda hlutastöðu en reynslu af kennslu og vísindastörfum, eins og gert var.

Í kæru til kærunefndar kemur fram að í kjölfar ráðningar tveggja karlkyns umsækjenda í 40% hlutastöður á spítalanum hafi þriðji karlkynsumsækjandinn fengið aukið ráðningarhlutfall, það er að staða hans sem hafi verið 5% hafi verið aukin í 20%. Taldi kærandi að það fyrirkomulag hafi jafnframt farið gegn ákvæðum jafnréttislaga, enda hafi verið gengið framhjá kæranda og annarri konu við þá ráðningu. Af hálfu Landspítala hefur sú skýring verið gefin á umræddri stöðubreytingu, sem sé tímabundin, að viðkomandi hafi leyst af annan lækni við framkvæmd sérhæfðrar speglunarþjónustu, en enginn annar sérfræðingur hafi verið til taks á þessu sviði. Að mati kærunefndar er talið nægilega fram komið, með tilliti til aðdraganda þeirrar stöðubreytingar og þeirra verkefna sem viðkomandi sinnti, að sú ráðning hafi heldur ekki farið gegn ákvæðum laga um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla.

Með vísan til framangreinds telst Landspítali ekki hafa brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við framangreindar ráðningar í stöður sérfræðinga meltingarlækningadeild spítalans.

Það athugast að drátt á uppkvaðninu úrskurðar þessa er að rekja til þess að gagnaöflun í málinu varð viðamikil og tók lengri tíma en gert var ráð fyrir.

 

Ú r s k u r ð a r o r ð

Landspítali braut ekki gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, við ráðningar í stöður sérfræðinga á meltingarlækningadeild spítalans.

 

Andri Árnason

Þórey S. Þórðardóttir

Jóhannes Karl Sveinsson



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum