Hoppa yfir valmynd
7. desember 2001 Utanríkisráðuneytið

Fundur Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 125

Samstarf Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins í baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum og samvinnu stofnananna tveggja á Balkanskaga var meðal þess sem rætt var á sameiginlegum fundi þeirra í gærkvöldi. Í almennum umræðum um öryggis- og varnarmál í Evrópu, sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, að hann vonaði að sátt næðist fljótlega innan ESB um þátttökurétt evrópsku bandalagsríkjanna sex sem ekki eru aðilar að sambandinu og myndi það ryðja braut fyrir samkomulagi um önnur atriði í samstarfinu. Áréttaði ráðherra einnig hversu mikilvægt væri að með auknu samstarfi Evrópuríkja á sviði öryggis- og varnarmála yrðu Atlantshafstengslin styrkt.
Meðfylgjandi er sameiginleg yfirlýsing bandalagsins, sambandsins og fomennskuríkis ESB.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum