Hoppa yfir valmynd
20. júní 2008 Utanríkisráðuneytið

Heimsókn utanríkisráðherra til Grænlands

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Aleqa Hammon
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Aleqa Hammon

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kom á hádegi í dag til Nuuk á Grænlandi til að eiga viðræður við grænlensku heimastjórnina um aukin viðskipti landanna. Sérstakt áherslumál í ferðinni eru nánari tengsl byggða á Vestfjörðum og Norð-vesturlandi við Grænland sem og ferðaþjónusta, málefni norðurslóða, öryggismál, loftslagsbreytingar og vísinda- og menningarsamskipti.

Þá verður utanríkisráðherra Íslands sérstakur gestur hátíðahalda á morgun 21. júní í tilefni þjóðhátíðardags Grænlendinga í boði Alequ Hammond sem fer með fjármál og alþjóðamál í heimastjórn Grænlands.

Með utanríkisráðherra í för eru bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ferðamálastjóri og fulltrúar Háskólans á Hólum og háskólasetursins á Ísafirði.

Samstarf Íslands og Grænlands nær nú einkum til samgangna, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, heilbrigðisþjónustu og umhverfisverndar. Ríkur gagnkvæmur áhugi er á að færa samvinnu til fleiri sviða og dýpka þá sem fyrir er.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum