Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Málþing fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða 24. nóvember 2004: Rekstrarfyrirkomulag og ábyrgð - Þróun á tilhögun opinbers rekstrar

Rekstrarfyrirkomulag og ábyrgð - Þróun á tilhögun opinbers rekstrar

Þann 24. nóvember 2004 var haldið á Grand Hótel í Reykjavík málþing um framtíðarþróun íslenskrar stjórnsýslu.

Á síðustu árum hafa verkefni í auknu mæli verið færð frá ráðuneytum til stofnana auk þess sem sjálfstæði þeirra í fjárhags- og starfsmannamálum hefur verið aukið. Jafnframt hafa opinber verkefni verið falin sjálfseignastofnunum og einkaaðilum með samningum þó ríkið greiði áfram fyrir þjónustuna. Þessi þróun hefur vakið upp ýmsar spurningar um stofnanakerfið sem og spurningar um hvort hinar klassísku aðferðir við eftirlit og taumhald í opinbera geiranum, bæði lagalegar og pólitískar, sem mótuðust á nítjándu og tuttugustu öld haldi enn fullu gildi.

Dagskrá:

  • Ávarp: Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður framkvæmdanefndar um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins, sem m.a. ætlað að gera tillögur um "hugsanlegar breytingar" á fyrirkomulagi og verkefnum út frá markmiðum um aukna hagkvæmni, skilvirkni og betri þjónustu við borgarana.
  • Arnar Þór Másson sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, stundakennari í stjórnsýslufræðum kynnti greiningaramma fyrir verkefni ríkisins þar sem metið er með hliðsjón af eðli verkefnanna, ábyrgð ofl. hvaða aðilum mögulegt er að fela framkvæmd þeirra. Kynningarefni (PPS 68K)
  • Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við H.Í. spurði um hið lýðræðislega umboð í starfsemi sem hið opinbera stendur fyrir og ábyrgð stjórnenda opinbers rekstrar gagnvart stjórnmálamönnum og almennum borgurum. Kynningarefni (PPS 83K)
  • Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis, fór yfir hvaða lagalegu þætti þarf að huga að við breytingar á rekstrarformi, bæði innan og utan ríkiskerfisins; m.t.t. ábyrgðar og stjórnsýslureglna. Kynningarefni (PPS 127K)

Málþingsstjóri var Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í Samgönguráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum