Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2007 Innviðaráðuneytið

Tvö ný störf í samgönguráðuneytinu

Samgönguráðuneytið hefur auglýst tvær nýjar stöður sérfræðinga í ráðuneytinu. Önnur staðan varðar málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga en hin mál er varða Keflavíkurflugvöll, flugvöllinn og flugstöðina.

Störfin tvö eru ný í samgönguráðuneytinu og eru annars vegar til komin vegna flutnings á málefnum sveitarfélaga til ráðuneytisins og hins vegar vegna flutnings á málefnum Keflavíkurflugvallar. Umsóknir óskast fylltar út á vefnum hagvangur.is fyrir 10. desember.

Helstu verkefni sérfræðings hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru útreikningur á framlagi til sveitarfélaga, áætlanagerð, öflun og miðlun upplýsinga, tölulegar úttektir og kannanir og skýrslu- og fréttaskrif. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elín Pálsdóttir, forstöðumaður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, í síma 545 8100, netfang [email protected]. Einnig Ari Eyberg og Þórir Þorvarðarson hjá Hagvangi í síma 520 4700, [email protected] eða [email protected].

Helstu verkefni sérfræðings um málefni Keflavíkurflugvallar eru greiningarvinna, stefnumörkun og tillögugerð og stjórnun samþættingar við aðra starfsemi ráðuneytisins. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis, í síma 545 8200, netfang [email protected]. Einnig Ari Eyberg og Þórir Þorvarðarson hjá Hagvangi í síma 520 4700, [email protected] eða [email protected].

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum