Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2005 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Guðmundur Eiríksson sendiherra afhenti 28. apríl 2005 Alejandro Toledo Manrique, forseta Perú, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Perú með aðsetur í Ottawa. Viðstaddur athöfnina var einnig Armando Lecaros, varautanríkisráðherra.

Á fundinum var rætt almennt um hin góðu samskipti milli Íslands og Perú og um leiðir til að efla samstarf landanna, einkum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, en bæði Ísland og Perú eru í framboði til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Hjálagt fylgir yfirlitsskýrsla um Perú (Word-skjal; 80 Kb).



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum