Hoppa yfir valmynd
26. mars 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samið um áframhaldandi starfsemi Ekron

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur samið við Ekron - atvinnutengda endurhæfingu, um áframhaldandi rekstur úrræða á sviði atvinnutengdrar endurhæfingar en fyrri samningur rann úr gildi um síðustu áramót. Samningurinn gildir út júní á þessu ári. Ráðuneytið er með samninga við hátt í fimmtán aðila um atvinnutengda endurhæfingu. Markmiðið þessara samninga er að koma í veg fyrir ótímabært brotthvarf af vinnumarkaði og skapa aukin atvinnutækifæri fyrir þá sem vilja vera virkir á vinnumarkaði. Nær allir samningarnir runnu út um síðustu áramót en samkomulag náðist um framlengingu flestra þeirra til sex mánaða, þ.e. til júníloka. Samkomulagið við Ekron byggist á sömu forsendum og samningar við aðra sem sinna sambærilegri þjónustu.

Samkvæmt samningnum við Ekron munu 28 einstaklingar njóta starfsendurhæfingar á vegum samtakanna á samningstímanum.

Aðilar að samningnum við Ekron, auk félags- og tryggingamálaráðuneytisins, eru mennta- og menningarmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum