Hoppa yfir valmynd
20. mars 2017 Utanríkisráðuneytið

Ræða samvinnu innan EFTA og í öryggis- og varnarmálum

Guðlaugur Þór og Monica Mæland - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Monicu Mæland, utanríkisviðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs en Guðlaugur Þór tekur þátt í opinberri heimsókn forseta Íslands til Noregs sem hófst í dag.

Ráðherrarnir, sem fara með málefni EFTA, ræddu samvinnuna innan fríverslunarsamtakanna og viðbrögð við boðaðri útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en Norðmenn fara nú með formennsku í EFTA. Þá ræddu þau tvíhliða samskipti ríkjanna.

Málefni EFTA og samstarf vegna útgöngu Breta bar einnig á góma á fundi utanríkisráðherra með fulltrúum úr utanríkis- og varnarmálanefnd og EFTA-EES-nefnd Stórþingsins. Þar var einnig rætt samstarf ríkjanna í öryggis- og varnarmálum, m.a. innan Atlantshafsbandalagsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira