Hoppa yfir valmynd
1. október 2018 Forsætisráðuneytið

Fyrsti fundur framtíðarnefndar

Framtíðarnefnd um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga - mynd
Framtíðarnefnd um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga sem forsætisráðherra skipaði í sumar kom saman í fyrsta skiptið 28. september síðastliðinn.

Á þessum fyrsta fundi nefndarinnar var farið yfir sviðið en verkefnið hennar er m.a. að fjalla um þróun meginstrauma sem koma til með að hafa mótandi áhrif á samfélagið til framtíðar, einkum með hliðsjón af tækniframförum, þróun umhverfismála og lýðfræðilegum þáttum. Nefndin mun stuðla að virku samtali stjórnvalda og almennings um tækifæri og ógnanir til framtíðar og þjóna sem hugveita sem hefur frumkvæði að stefnumörkun um framtíðarþróun, rannsóknir, áhrif tækniframfara og hina svokölluðu fjórðu iðnbyltingu.

Smári McCarthy, formaður nefndarinnar stýrði fundinum en með honum í nefndinni eru Líneik Anna Sævarsdóttir, varaformaður nefndarinnar, Andrés Ingi Jónsson, Bryndís Haraldsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Víglundsson og Logi Einarsson. Nefndin er skipuð 11 þingmönnum en Lilja Rafney Magnúsdóttir og Inga Snæland voru fjarverandi. Á myndinni má einnig sjá starfsmenn nefndarinnar og fulltrúa forsætisráðuneytisins, þau Unni Brá Konráðsdóttur og Pétur Berg Matthíasson.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum