Hoppa yfir valmynd
27. september 2012 Dómsmálaráðuneytið

Norrænir ráðherrar útlendingamála funduðu á Íslandi

Norrænir ráðherrar sem bera ábyrgð á málefnum útlendinga, hælisleitenda og flóttamanna héldu fund á Íslandi í dag. Með þeim sátu fundinn embættismenn og sérfræðingar ráðuneytanna í málaflokknum og forstjóri og aðstoðarforstjóri Útlendingastofnunar.

Norrænir útlendingaráðherrar sátu fund í Reykjavík í dag.
Norrænir útlendingaráðherrar sátu fund í Reykjavík í dag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hóf fundinn og bauð hina erlendu gesti velkomna til fundar á Íslandi. Síðan skiptust fulltrúar landanna á almennum upplýsingum um það sem efst hefur verið á baugi síðustu misserin. Í máli Ögmundar Jónassonar kom fram að fjöldi hælisleitenda sem komið hafa til Íslands er á þessu ári þegar orðinn jafn mikill og allt síðasta ár. Alls bárust 76 umsóknir á síðasta ári en gert er ráð fyrir því að umsóknir í ár verði um eða yfir 100 sem er mesti fjöldi umsækjenda frá árinu 2002 þegar 117 einstaklingar sóttu um hæli hér á landi. Þá hefur fjöldi þeirra aukist verulega sem segjast vera undir aldri eða 8. Upprunaríki hælisleitenda á þessu ári eru 26, þrjú þau stærstu Nígería, Íran og Afganistan.

Norrænir útlendingaráðherrar sátu fund í Reykjavík í dag.



Á dagskrá voru síðan ýmis mál er snertu straum hælisleitenda til hinna einstöku landa, til dæmis frá Balkanskaganum til Svíþjóðar, um ástandið í Sýrlandi og um vandamál við útfærslu á svonefndu Dýflinnarsamkomulagi er varðar endursendingu flóttamanna sem leita hælis.

Af hálfu Íslands sátu fundinn frá innanríkisráðuneytinu auk Ögmundar Jónassonar, þau Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga, Finnborg S. Steinþórsdóttir og Karitas Bergsdóttir og frá Útlendingastofnun þau Kristín Völdundardóttir forstjóri og Þorsteinn Gunnarsson aðstoðarforstjóri.

Ögmundur Jónasson stýrði fundi norræna útllendingaráðherra í Reykjavík í dag.

Ögmundur Jónasson stýrði fundi norræna útllendingaráðherra í Reykjavík í dag.

Ráðherrar eða fulltrúar þeirra, frá vinstri: Pål Kulö Lonseth frá Noregi, Päivi Räsänen frá Finnlandi, Ögmundur Jónasson, Tobias Billström frá Svíþjóð og Henrik Ankerstjerne frá Danmörku.

Norrænir útlendingaráðherrar sátu fund í Reykjavík í dag.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum